Sýslumaður höfuðborgarsvæðis flytur í Kópavog

Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flytur í Hlíðasmára 1 í sumar. Embætti sýslumanns í Kópavogi og Hafnarfirði verða þar sameinuð undir einu þaki.

Sýslumannsembætti höfuðborgarsvæðisins, sem hefur verið staðsett um árabil á nokkrum stöðum, nú síðast í Skógarhlíð í Reykjavík, flytur í sumar í Hlíðasmára 1 í Kópavogi. Þangað flytur líka sýslumannsembætti Kópavogs, sem hefur verið starfrækt á Dalvegi og einnig Sýslumannsembættið í Hafnarfirði. Embættin verða öll sameinuð í Hlíðasmára og munu þjónusta höfuðborgarsvæðinu.

Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flytur í Hlíðasmára 1 í sumar. Embætti sýslumanns í Kópavogi og Hafnarfirði verða þar sameinuð undir einu þaki.
Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flytur í Hlíðasmára 1 í sumar. Embætti sýslumanns í Kópavogi og Hafnarfirði verða þar sameinuð undir einu þaki.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir nýja miðbæinn í Kópavogi vera góðan valkost. „Nýi miðbærinn í Kópavogi er miðja höfuðborgasvæðisins og þess vegna mjög góður valkostur fyrir höfuðstöðvar fyrirtækja þar sem er margt starfsfólk og margir viðskiptavinir eins og í tilfelli Sýslumannsembættisins og Íslandsbanka,“ segir Ármann. Undir þetta tekur Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf, sem segir þetta mjög jákvæðar fréttir fyrir atvinnu- og íbúðasvæði Smárahverfisins í heild sinni. Reginn hf á um 100 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í Smárahverfinu. „Smárahverfið er heitasta atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Helgi. „Hér eru frábærar samgöngur og bílastæði sem önnur atvinnusvæði geta ekki skákað. Það sem réði úrslitum um þessa ákvörðun, að við teljum, er frábær staðsetning Hlíðasmára, með mjög góðri aðkomu á miðju höfuðborgarsvæðinu.“ Fyrirtæki sem hafa verið í Hlíðasmára 1 munu flytja í sumar og mörg hver einungis færa sig um set innan hverfisins, að sögn Helga. Um 100 manns munu starfa hjá hinu sameinaða sýslumannsembætti í Hlíðasmára en húsið er samtals um 3.200 fermetrar að stærð.

Ljóst er að gríðarlegar breytingar eru að verða á þróun Smárahverfis en nýlega var tilkynnt að Íslandsbanki hyggðist flytja höfuðstöðvar sínar í Norðurturn Smáralindar Helgi Segir fólk almennt ekki gera sér grein fyrir hvílík lyftistöng það muni verða fyrir verðmætaaukningu íbúða og atvinnulífs á svæðinu.

Ármann bendir einnig á að auk Íslandsbanka og Sýslumanns sé WOW air að flytja höfuðstöðvar sínar vestast á Kársnesið. „Það er afar spennandi svæði og í mikilli uppbyggingu. Þar viljum við sjá fjölbreyttari flóru fyrirtækja, kaffihús, veitingastaði og  enn skemmtilegra mannlíf.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að