Sýslumaður höfuðborgarsvæðis flytur í Kópavog

Sýslumannsembætti höfuðborgarsvæðisins, sem hefur verið staðsett um árabil á nokkrum stöðum, nú síðast í Skógarhlíð í Reykjavík, flytur í sumar í Hlíðasmára 1 í Kópavogi. Þangað flytur líka sýslumannsembætti Kópavogs, sem hefur verið starfrækt á Dalvegi og einnig Sýslumannsembættið í Hafnarfirði. Embættin verða öll sameinuð í Hlíðasmára og munu þjónusta höfuðborgarsvæðinu.

Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flytur í Hlíðasmára 1 í sumar. Embætti sýslumanns í Kópavogi og Hafnarfirði verða þar sameinuð undir einu þaki.
Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flytur í Hlíðasmára 1 í sumar. Embætti sýslumanns í Kópavogi og Hafnarfirði verða þar sameinuð undir einu þaki.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir nýja miðbæinn í Kópavogi vera góðan valkost. „Nýi miðbærinn í Kópavogi er miðja höfuðborgasvæðisins og þess vegna mjög góður valkostur fyrir höfuðstöðvar fyrirtækja þar sem er margt starfsfólk og margir viðskiptavinir eins og í tilfelli Sýslumannsembættisins og Íslandsbanka,“ segir Ármann. Undir þetta tekur Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf, sem segir þetta mjög jákvæðar fréttir fyrir atvinnu- og íbúðasvæði Smárahverfisins í heild sinni. Reginn hf á um 100 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í Smárahverfinu. „Smárahverfið er heitasta atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Helgi. „Hér eru frábærar samgöngur og bílastæði sem önnur atvinnusvæði geta ekki skákað. Það sem réði úrslitum um þessa ákvörðun, að við teljum, er frábær staðsetning Hlíðasmára, með mjög góðri aðkomu á miðju höfuðborgarsvæðinu.“ Fyrirtæki sem hafa verið í Hlíðasmára 1 munu flytja í sumar og mörg hver einungis færa sig um set innan hverfisins, að sögn Helga. Um 100 manns munu starfa hjá hinu sameinaða sýslumannsembætti í Hlíðasmára en húsið er samtals um 3.200 fermetrar að stærð.

Ljóst er að gríðarlegar breytingar eru að verða á þróun Smárahverfis en nýlega var tilkynnt að Íslandsbanki hyggðist flytja höfuðstöðvar sínar í Norðurturn Smáralindar Helgi Segir fólk almennt ekki gera sér grein fyrir hvílík lyftistöng það muni verða fyrir verðmætaaukningu íbúða og atvinnulífs á svæðinu.

Ármann bendir einnig á að auk Íslandsbanka og Sýslumanns sé WOW air að flytja höfuðstöðvar sínar vestast á Kársnesið. „Það er afar spennandi svæði og í mikilli uppbyggingu. Þar viljum við sjá fjölbreyttari flóru fyrirtækja, kaffihús, veitingastaði og  enn skemmtilegra mannlíf.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn