Tækifærin eru í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð. Það felast ýmsar áskoranir í þéttingu, til dæmis þarf að huga vel að þeirri byggð sem fyrir er og íbúum í næsta nágrenni. Tækifærin liggja í því að nýta þá innviði sem eru til staðar, skóla, leikskóla og gatnakerfi. Við sjáum í dag að þéttingarverkefnin okkar eru afar vel heppnuð og eru að gera bæinn enn betri og skemmtilegri en hann var fyrir.

Sá hluti Glaðheimahverfis sem er þegar byggður hefur mælst afar vel fyrir, eins og nýleg könnun meðal íbúa sýndi. Þá er Kársnesið að verða eitt glæsilegasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu en þar er uppbygging enn í fullum gangi, bæði vestast á Kársnesi og í bryggjuhverfinu. Bygging nýs skóla mun hefjast á næsta ári og þegar brúin yfir Fossvog verður risin verða samgöngutengingar enn betri en þær eru nú þegar.

Fleiri samgöngubætur eru á teikniborðinu en brúin. Borgarlína er í undirbúningi og mun fyrsti áfangi hennar liggja um Kársnes og Hamraborg. Í Hamraborg verður eina skiptistöðin þar sem Borgarlína liggur til margra átta á höfuðborgarsvæðinu sem gefur mikil tækifæri til þéttingar og að höfða til fjölskyldna sem ekki vilja eyða heimilispeningunum í bíl eða bíla.

Nýr áfangi hefur verið skipulagður í Glaðheimum en þar hefur verið samþykkt skipulag fyrir 270 íbúðir og atvinnuhúsnæði. Þessi þétting styrkir bæinn okkar enn frekar og Kópavogur nýtur þess að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, sem hentar bæði íbúum og fyrirtækjum. Þá styttist í að við kynnum tillögur að skipulagi Vatnsendahvarfs, sem er spennandi nýbyggingarsvæði.

Samgöngur skipta miklu máli fyrir lífsgæði í nýjum og gömlum hverfum. Áður er minnst á Borgarlínu, sem verður mikil framför fyrir íbúa Kópavogs og höfuðborgarsvæðisins alls. Nýr Arnarnesvegur, sem hafist verður handa við á síðari hluta næsta árs mun verða bylting fyrir íbúa í efri byggðum Kópavogs en með tilkomu hans léttir mjög á umferð um Vatnsendahvarf og ný slökkvistöð mun bæta öryggi íbúanna til muna. 

Þegar allt er talið þá er óhætt að fullyrða að Kópavogur sé á mikilli uppleið og hafi styrkst verulega sem bæjarfélag undanfarin ár. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem tengjast Covid-19, er framtíðin björt, og tækifærin eru í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér