Táknmynd Kópavogs liggur undir skemmdum

Kópavogskirkjan miglekur og svo er hún ekki einangruð þannig að það verður oft ansi kalt í veturna innandyra.

Tímabært að mála Kópavogskirkju. Söfnun farin af stað.

Kópavogskirkjan, táknmynd Kópavogs, er „fjarska“ falleg en þegar gengið er upp að henni má sjá að byggingin er farin að láta á sjá.

Kópavogskirkjan er orðin ansi illa farin.
Kópavogskirkjan er orðin ansi illa farin.

Kársnessöfnuður, einn fámennasti söfnuður höfuðborgarsvæðisins, á og rekur kirkjubygginguna en hefur skort fjármagn á síðustu árum til að sinna viðhaldi hennar. „Í ákveðnum áttum getur gefið verulega á kirkjuna. Hún er auðvitað á einu besta og fallegasta bæjarstæði landsins en hún er berskjölduð fyrir veðrum og vindum,“ segir Ásta Ágústsdóttir, djákni Kópavogskirkju. Sjá má vatn vætla úr sprungum og Ásta bendir á að leki sé víða innandyra.

Kópavogskirkjan miglekur og svo er hún ekki einangruð þannig að það verður oft ansi kalt í veturna innandyra.
Kópavogskirkjan miglekur og svo er hún ekki einangruð þannig að það verður oft ansi kalt í veturna innandyra.

Þeir Sigurður Arnarson,sóknarprestur og Guðmundur Jóhann Jónsson, formaður sóknarnefndar, segja að það sé komi tími til að stofnað verði Hollvinasamtök um Kópavogskirkju. Stjórnmálamenn láta taka myndir af sér með kirkjuna í bakgrunni á tyllidögum og kirkjan er það sem Kópavogsbúar tengja hvað mest við sem sitt sameiningartákn. „Kirkjan var reist hér á Borgarholtinu á árunum 1958 – 1962 og þá voru hugmyndir að hún yrði klædd með kopar. Af því varð ekki en hins vegar var byggingin aldrei einangruð. Það getur því orðið kalt á veturna,“ segir Sigurður. „Okkur hefur dottið í hug, svona í gamni, að reka pelsaleigu samhliða kirkjustarfinu en svona í alvöru talað þá gengur það ekki lengur að hafa kóra hér og annað starfsfólk þjóna hér í úlpum og þykkum peysum eða fyrir kirkjugesti að mæta þannig klædd.“

Skammtimalausnir duga ekki lengur á Kópavogskirkju.
Skammtimalausnir duga ekki lengur á Kópavogskirkju.

WP_20140503_11_28_37_Pro

WP_20140503_11_29_00_Pro

Sá sem þetta ritar fermdist í Kópavogskirkju fyrir sléttum þrjátíu árum og tekur eftir að gólfefni eru nánast þau sömu. „Sumir segja að hér sé sama lyktin,“ segir Sigurður sóknarprestur, kankvis, og bætir því við að víða sé leki meðfram gluggum sem eru úr krossviði og hafa ekkert þan. Það þurfi að lagfæra sem og steypuskemmdir að utan. „En þetta er ekki öll sagan því við þurfum að láta gera við sprungur til dæmis í veggjum við predikunarstól að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetur. Það er því oft búið að vera að spasla og mála með skammtímalausnum sem duga skammt,“ segir Sigurður. „Það er ýmislegt sem þarf að gera en fyrst þarf að hlífa byggingunni fyrir veðrinu og laga skemmdir. Það verður kostnaðarsamt. Guðmundur Jóhann, formaður sóknarnefndar, bætir við: „Þess vegna biðlum við til einstaklinga og fyrirtækja nú með söfnun.“

Guðmundur Jóhann Jónsson, formaður sóknarnefndar, Ásta Ágústsdóttir, djákni og Sigurður Arnarson, sóknarprestur.
Guðmundur Jóhann Jónsson, formaður sóknarnefndar, Ásta Ágústsdóttir, djákni og Sigurður Arnarson, sóknarprestur.

Söfnunarreikningurinn er: 536-14-400098. Kennitala 691272-0529.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,