Talar þú íslensku?

Kristín Sævars
Kristín Sævarsdóttir 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi og formaður Samfylkingarfélagsins í Kópavogi.

Í Kópavogi búa um 2.500 manns sem eru af erlendum uppruna  (samkvæmt Hagstofu Íslands 2013). Það eru um 8 % íbúa bæjarins.

Að aðlagast nýrri menningu og nýjum aðstæðum í nýju bæjarfélagi, í ókunnu landi, er ekki auðvelt en miklu máli skiptir hvernig móttökur nýi bæjarbúinn fær frá nágrönnum og sveitarfélaginu. Viðkomandi þarf að læra nýja siði, kynnast lögum og reglum, sækja um atvinnuleyfi og dvalarleyfi, finna húsnæði  og aðlagast breyttri menningu og annars konar veðráttu, svo eitthvað sé nefnt. Ferlið er ekki auðvelt og það getur tekið mörg ár fyrir fólk sem flytur hingað til lands að finnast það vera heima.

Hvernig tekur Kópavogur á móti nýjum íbúum af erlendum uppruna?

Hvernig ætli það sé að flytja til bæjar eins og Kópavogs? Finnst fólki af erlendum bergi brotið vel tekið á móti því? Finnur það kannski fyrir fordómum frá hinum íslenska meirihluta? Er kerfið óskiljanlegt? Hvernig getur barnið á heimilinu kynnst möguleikum á frístundastarfi? Hvernig á að sækja um dagvistun á leikskóla eða hjá dagforeldrum? Hvað með heimaþjónustu fyrir aldraðan  Kópavogsbúa af erlendum uppruna?

Þetta er bara hluti af því sem fólk þarf að vita þegar það flytur á nýjar slóðir. Það vitum við sem höfum flust á milli bæjarfélaga innanlands. Allt er nýtt og ókunnugt og þá getur komið sér vel að vafra um heimasíðu bæjarins.  Fyrir okkur sem höfum íslensku sem fyrsta mál er heimasíðan ágæt, þó margt megi laga og bæta,  en fyrir fólk sem er ekki búið að læra íslensku vandast málið. Mjög lítið er af upplýsingum á heimasíðu Kópavogs á öðrum tungumálum en íslensku.  Örstutta kynning á Kópavogi má finna á pólsku og ensku  en sú kynning er afar stutt og yfirborðskennd og kemur að litlu gagni.

Tökum vel á móti nýjum Kópavogsbúum.

Heimasíða Reykjavikurborgar er til fyrirmyndar þegar kemur að málefnum innflytjenda. Allar undirsíður heimasíðu Reykjavíkur er að finna á ensku og pólsku auk þess sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur býður  upp á fjölbreytta  leiðsögn og ráðgjöf til erlendra íbúa á ýmsum tungumálum. Gott hjá Reykjavík!

Bæjaryfirvöld í Kópavogi eiga mikið verk fyrir höndum í að gera þjónustu bæjarins aðgengilega fyrir alla íbúa bæjarins. Það þarf að þýða heimasíðuna á þau tungumál sem flestir erlendu íbúanna skilja þannig að þau sem ekki eru búin að læra íslensku finnist þau vera velkomin í bæinn.  Fólk sem yfirgefur heimaland sitt til að flytja til Íslands á það sameiginlegt að vilja betra líf. Það getur tekið tíma að læra íslensku nægilega vel til að geta fótað sig um í kerfinu og við þurfum að hjálpa fólki að taka fyrstu skrefin.  Verum stolt og ánægð með það að 2500 manns hafa valið Kópavog sem sinn heimabæ.

Við viljum betri Kópavog – fyrir alla.

-Kristín Sævarsdóttir
5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi og formaður Samfylkingarfélagsins í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér