• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Talar þú íslensku?

Talar þú íslensku?
ritstjorn
13/05/2014
Kristín Sævars

Kristín Sævarsdóttir 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi og formaður Samfylkingarfélagsins í Kópavogi.

Í Kópavogi búa um 2.500 manns sem eru af erlendum uppruna  (samkvæmt Hagstofu Íslands 2013). Það eru um 8 % íbúa bæjarins.

Að aðlagast nýrri menningu og nýjum aðstæðum í nýju bæjarfélagi, í ókunnu landi, er ekki auðvelt en miklu máli skiptir hvernig móttökur nýi bæjarbúinn fær frá nágrönnum og sveitarfélaginu. Viðkomandi þarf að læra nýja siði, kynnast lögum og reglum, sækja um atvinnuleyfi og dvalarleyfi, finna húsnæði  og aðlagast breyttri menningu og annars konar veðráttu, svo eitthvað sé nefnt. Ferlið er ekki auðvelt og það getur tekið mörg ár fyrir fólk sem flytur hingað til lands að finnast það vera heima.

Hvernig tekur Kópavogur á móti nýjum íbúum af erlendum uppruna?

Hvernig ætli það sé að flytja til bæjar eins og Kópavogs? Finnst fólki af erlendum bergi brotið vel tekið á móti því? Finnur það kannski fyrir fordómum frá hinum íslenska meirihluta? Er kerfið óskiljanlegt? Hvernig getur barnið á heimilinu kynnst möguleikum á frístundastarfi? Hvernig á að sækja um dagvistun á leikskóla eða hjá dagforeldrum? Hvað með heimaþjónustu fyrir aldraðan  Kópavogsbúa af erlendum uppruna?

Þetta er bara hluti af því sem fólk þarf að vita þegar það flytur á nýjar slóðir. Það vitum við sem höfum flust á milli bæjarfélaga innanlands. Allt er nýtt og ókunnugt og þá getur komið sér vel að vafra um heimasíðu bæjarins.  Fyrir okkur sem höfum íslensku sem fyrsta mál er heimasíðan ágæt, þó margt megi laga og bæta,  en fyrir fólk sem er ekki búið að læra íslensku vandast málið. Mjög lítið er af upplýsingum á heimasíðu Kópavogs á öðrum tungumálum en íslensku.  Örstutta kynning á Kópavogi má finna á pólsku og ensku  en sú kynning er afar stutt og yfirborðskennd og kemur að litlu gagni.

Tökum vel á móti nýjum Kópavogsbúum.

Heimasíða Reykjavikurborgar er til fyrirmyndar þegar kemur að málefnum innflytjenda. Allar undirsíður heimasíðu Reykjavíkur er að finna á ensku og pólsku auk þess sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur býður  upp á fjölbreytta  leiðsögn og ráðgjöf til erlendra íbúa á ýmsum tungumálum. Gott hjá Reykjavík!

Bæjaryfirvöld í Kópavogi eiga mikið verk fyrir höndum í að gera þjónustu bæjarins aðgengilega fyrir alla íbúa bæjarins. Það þarf að þýða heimasíðuna á þau tungumál sem flestir erlendu íbúanna skilja þannig að þau sem ekki eru búin að læra íslensku finnist þau vera velkomin í bæinn.  Fólk sem yfirgefur heimaland sitt til að flytja til Íslands á það sameiginlegt að vilja betra líf. Það getur tekið tíma að læra íslensku nægilega vel til að geta fótað sig um í kerfinu og við þurfum að hjálpa fólki að taka fyrstu skrefin.  Verum stolt og ánægð með það að 2500 manns hafa valið Kópavog sem sinn heimabæ.

Við viljum betri Kópavog – fyrir alla.

-Kristín Sævarsdóttir
5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi og formaður Samfylkingarfélagsins í Kópavogi.

Efnisorð
Aðsent
13/05/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.