Kynning
Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu

Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór Pálmason var einungis 29 ára að aldri þegar hann stofnaði Tannsetrið. Fyrst í stað var hann eini starfandi tannlæknir stofunnar en á því ári sem liðið er hafa tveir tannlæknar bæst í hópinn. Marteinn Þór er einnig eigandi tannlæknavaktarinnar Tannhjálp sem er neyðarþjónusta fyrir þá sem þurfa að leita strax til tannlæknis.

„Ég vildi nútímavæða tannlækningar því mér fannst þetta vera fast í gömlu fari. Áður en ég stofnaði Tannsetrið þurfti að hringja á stofur til að panta tíma hjá tannlækni. Í dag geta allir notað forrit í símanum sem heitir NOONA. Þar er hægt að velja tannlæknastofuna Tannsetrið til að sjá hvaða tímar eru lausir og bóka í rólegheitunum hvar og hvenær sem er. Einnig er hægt að gera þetta beint af heimasíðu okkar tannsetrid.is. Við bjóðum öllum þeim sem bóka fyrsta tímann í gegnum NOONA sérstakt nettilboð á þjónustu okkar. Á stofunni eru öll nýjustu tæki og tól í tannlækningum, ásamt því að nútíma aðferðafræðum er beitt. Við meðhöndlum einnig fólk með vægar tannskekkjur með svokölluðum Invisalign tannréttingarskinnum sem gefur góða raun. Færri þurfa því að leita til sérfræðings og fá spangir sem er dýrari, óþægilegri og sjáanlegri meðferð.“

Hvernig hefur gengið að koma ár sinni fyrir borð í Kópavogi?
„Í Smárahverfi í Kópavogi er fjöldi tannlæknastofa. Hér eru 6-7 stofur með tæplega 30 tannlæknum. Það var töluverð áhætta að opna nýja tannlæknastofu innan um svo margar rótgrónar og virtar tannlæknastofur. Reksturinn hefur hinsvegar gengið framar vonum og í desember var stofan stækkuð um helming. Það er ekki hlaupið að því að fá til sín íslenska tannlækna í vinnu enda er í raun skortur á tannlæknum á Íslandi. Það á helst rætur sínar að rekja til þess að ekki er pláss til að útskrifa fleiri en 8 tannlækna á ári í Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Það vildi svo vel til að Þjóðverjinn Alexander Mende var á sama tíma að leita sér að starfi á Íslandi. Honum leist vel á stofuna, vinnuumhverfið og framtíðarsýn Tannsetursins og hóf hann störf um miðjan janúar. Nú á haustmánuðum hóf svo þriðji tannlæknirinn störf og gengur mjög vel.“
Eru það mest Kópavogsbúar sem leita til ykkar?
„Til okkar leitar fólk alls staðar frá, ekki bara Kópavogi. Sérstaðan hjá okkur í Hlíðasmára liggur í staðsetningunni. Við erum stödd á miðpunkti höfuðborgarsvæðisins og það er stutt fyrir alla að leita til okkar.“

Hvað getur þú sagt okkur um neyðarþjónustu Tannhjálpar?
„Ég vildi gera fólki með tannpínu kleift að leita neyðartannlæknaþjónustu á lægra verði en þekkst hefur. Fólk getur leitað á Tannhjálp tannlæknavaktina með tannverk, tannbrot, framtannaáverka, eða einhvers konar verki í munni. Dæmi eru um að fólk komi alls staðar frá á landinu, fljúgandi jafnt sem keyrandi, til að leita tannhjálpar. Vaktin er einnig opin utan hefðbundins vinnutíma, og er tannlæknir þá á bakvakt. Því er mikilvægt að gera boð á undan sér.“
Pantaðu tíma:
Sími: 554 7070.
www.tannsetrid.is
tannsetrid@tannsetrid.is
Einnig er hægt að bóka tíma með Noona tímabókunarforritinu