Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l.
Tendrað var á jólatré Kópavogs á laugardag, 28.nóvember, daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, eins og venjan er. Aðventuhátíð var hins vegar ekki haldin með hefðbundnu sniði í ljósi aðstæðna.
Byrjað var að setja upp jólaljós í Kópavogi í lok október og var uppsetningin heldur fyrr á ferð en venjan er, enda ríkar óskir um að lýsa upp skammdegið á tímum Covid-19.