Tendrað á jólastjörnu

Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l.

Börn úr öðrum bekk Kársnesskóla mættu á staðinn fluttu tvö lög í tilefni dagsins, Bjart er yfir Betlehem og Stúlka upp á stól eftir Ljósbjörgu Helgu Daníelsdóttur, 12 ára nemanda í Kársnesskóla. 
Jólastjarnan var fyrst sett upp í fyrra og vakti verðskuldaða athygli enda á fjölförnum stað í miðbæ Kópavogs.

Tendrað var á jólatré Kópavogs á laugardag, 28.nóvember, daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, eins og venjan er. Aðventuhátíð var hins vegar ekki haldin með hefðbundnu sniði í ljósi aðstæðna.

Byrjað var að setja upp jólaljós í Kópavogi í lok október og var uppsetningin heldur fyrr á ferð en venjan er, enda ríkar óskir um að lýsa upp skammdegið á tímum Covid-19. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar