Tendrað á jólastjörnu

Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l.

Börn úr öðrum bekk Kársnesskóla mættu á staðinn fluttu tvö lög í tilefni dagsins, Bjart er yfir Betlehem og Stúlka upp á stól eftir Ljósbjörgu Helgu Daníelsdóttur, 12 ára nemanda í Kársnesskóla. 
Jólastjarnan var fyrst sett upp í fyrra og vakti verðskuldaða athygli enda á fjölförnum stað í miðbæ Kópavogs.

Tendrað var á jólatré Kópavogs á laugardag, 28.nóvember, daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, eins og venjan er. Aðventuhátíð var hins vegar ekki haldin með hefðbundnu sniði í ljósi aðstæðna.

Byrjað var að setja upp jólaljós í Kópavogi í lok október og var uppsetningin heldur fyrr á ferð en venjan er, enda ríkar óskir um að lýsa upp skammdegið á tímum Covid-19. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn