Tendrað á jólastjörnu

Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l.

Börn úr öðrum bekk Kársnesskóla mættu á staðinn fluttu tvö lög í tilefni dagsins, Bjart er yfir Betlehem og Stúlka upp á stól eftir Ljósbjörgu Helgu Daníelsdóttur, 12 ára nemanda í Kársnesskóla. 
Jólastjarnan var fyrst sett upp í fyrra og vakti verðskuldaða athygli enda á fjölförnum stað í miðbæ Kópavogs.

Tendrað var á jólatré Kópavogs á laugardag, 28.nóvember, daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, eins og venjan er. Aðventuhátíð var hins vegar ekki haldin með hefðbundnu sniði í ljósi aðstæðna.

Byrjað var að setja upp jólaljós í Kópavogi í lok október og var uppsetningin heldur fyrr á ferð en venjan er, enda ríkar óskir um að lýsa upp skammdegið á tímum Covid-19. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

1501816_599821193417374_1456742139_n
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Þríhnúkagígur 1991, Séð af botni hvelfingarinnar, upp gosrásina
Hannes_mynd
thelmaopnumynd12
Hjalmar_Hjalmarsson
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
jólakort 1