Tendrað á vinabæjartréi Kópavogs

Mikið var um dýrðir í Kópavogi á aðventuhátíð Kópavogs í dag. Tendrað var á vinabæjartréi frá vinabæ Kópavogs, Norrköping, og slegið upp jólaballi. Nokkrir hressir jólasveinar komu ofan úr fjöllum og mættu á ballið, ungum og öldnum til mikillar gleði. Veðrið lék við Kópavogsbúa sem fögnuðu upphafi aðventunnar í sannkölluðu jólaveðri. 

Aðventa_2015_2

Aðventuhátíðin fór fram á túninu við menningarhúsin í Kópavogi. Ýmsar krásir voru til sölu í jólahúsum úti við. Þá var markaðurinn Handverk og hönnun í Gerðarsafni. Í safninu var einnig fyrsti formlegi opnunardagur Garðskálans, nýja kaffihússins í Gerðarsafni.

Þess má geta að opið verður í menningarhúsum Kópavogs  á morgun sunnudag, jólaorigami í Bókasafni Kópavogs og  jólakortagerð í Gerðarsafni. Jólahúsin verða opin og kaffihúsið Garðskálinn sömuleiðis.

Aðventa_2015_3

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn