Tendrað á vinabæjartréi Kópavogs

Mikið var um dýrðir í Kópavogi á aðventuhátíð Kópavogs í dag. Tendrað var á vinabæjartréi frá vinabæ Kópavogs, Norrköping, og slegið upp jólaballi. Nokkrir hressir jólasveinar komu ofan úr fjöllum og mættu á ballið, ungum og öldnum til mikillar gleði. Veðrið lék við Kópavogsbúa sem fögnuðu upphafi aðventunnar í sannkölluðu jólaveðri. 

Aðventa_2015_2

Aðventuhátíðin fór fram á túninu við menningarhúsin í Kópavogi. Ýmsar krásir voru til sölu í jólahúsum úti við. Þá var markaðurinn Handverk og hönnun í Gerðarsafni. Í safninu var einnig fyrsti formlegi opnunardagur Garðskálans, nýja kaffihússins í Gerðarsafni.

Þess má geta að opið verður í menningarhúsum Kópavogs  á morgun sunnudag, jólaorigami í Bókasafni Kópavogs og  jólakortagerð í Gerðarsafni. Jólahúsin verða opin og kaffihúsið Garðskálinn sömuleiðis.

Aðventa_2015_3

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem