Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, barnasálfræðingur og bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé nokkuð í land fer staðan nú batnandi viku frá viku og hin nýju viðmið eru orðin okkur nokkuð töm.

Börnin okkar, eins og við öll, hafa þurft að aðlagast gjörbreyttum veruleika. Þau hafa reyndar sýnt ótrúlega aðlögunarhæfni og standa okkur fullorðna fólkinu jafnvel framar í þeim efnum. Meira að segja minnstu krílunum er orðið tamt að tala um Kórónuveiruna og Kóvíd takmarkanir. Þegar þau fyrirmæli bárust að börn ættu ekki að svo stöddu að vera að umgangast vini úr öðrum sóttvarnahólfum kölluðu þriggja ára dóttir mín og besti vinur hennar sem býr í næsta húsi á milli sín eftir leikskóla:

Hann: „Mig langar svo að koma í heimsókn til þín!“
Hún: „Já, komdu í heimsókn þegar Kóvíd er búið!“

En þó að þau beri sig vel er enginn vafi um að þau hafa þurft að gjalda fyrir takmarkanirnar. Íþróttir og annað félagsstarf með skertu og breyttu sniði, foreldrar geta ekki tekið eins mikinn þátt í félagslífi barnanna og skorður settar á hverja má hitta og hvar. Á svona tímum er sérstaklega mikilvægt að hlúa að tilfinningalífinu.

Það er mikilvægt að tryggja börnum rétt til heilsufarsráðgjafar og aðstoðar í trúnaði án samþykkis foreldra, þegar þörf er á. Þetta hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lagt áherslu á og Umboðsmaður barna hefur jafnframt bent á mikilvægi þess að öll börn hafi gott aðgengi að sálfræðiþjónustu.

Menntasvið Kópavogsbæjar hefur nú ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni á næstu mánuðum þar sem nemendum úr 10. bekk í nokkrum skólum bæjarins verður boðið upp á eitt til þrjú ráðgjafarviðtöl hjá skólasálfræðingi án aðkomu foreldra. Þar að auki fá allir nemendur í 10. bekk fræðslu frá sálfræðingi um geðrækt ásamt upplýsingum um hvert þau geti leitað ef á þarf að halda.

Ég vona að með hækkandi sól og bóluefni förum við að sjá rofa til. Ég hvet alla foreldra til þess að ræða opinskátt við börnin sín um tilfinningar þeirra og líðan, ekki síst unglingana. Ef ykkur þykir þörf á að ræða við fagaðila en eruð ekki í einhverjum þessa 10. bekkja sem taka þátt í umræddu tilraunaverkefni geta foreldrar og forráðamenn alltaf rætt við umsjónakennara barnsins um tilvísun til skólasálfræðings viðkomandi skóla.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar