Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson eru starfsmenn Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi í sumar. Verkefni þeirra ber titilinn: „Frá hugmynd að stuttmynd.“ Báðir hafa þeir töluverða reynslu af kvikmyndagerð en hafa sérstakan áhuga á gerð stuttmynda.
Við viljum prófa okkur áfram í sumar og munum byrja á að gera fyrst tvær stuttar stuttmyndir en enda sumarið á stuttmynd í fullri lengd.“
Að mörgu er að hyggja þegar gera á góða stuttmynd.
Lykillinn að góðri stuttmynd er að hún sé ekki of löng, og að hún haldi athygli áhorfandans. Við erum til dæmis búnir að skera mikið af góðu efni úr handritinu að nýjustu mynd okkar.“
Nýjasta mynd þeirra Birnis og Elmars er sálfræðitryllir en í sumar munu þeir leika sér með hin ýmsu þemu kvikmyndaheimsins.
Í myndunum okkar munum við taka á ólíkum vandamálum samfélagsins en við trúum að kvikmyndin sé einn hentugasti miðillinn til þess.“
Verkefnið: „Frá hugmynd að stuttmynd“ snýr þó ekki aðeins að þeirra eigin kvikmyndagerð heldur vilja Birnir og Elmar skapa vettvang fyrir unga kvikmyndagerðarmenn, í Kópavogi og víðar, til að sýna myndirnar sínar og sjá hvað aðrir listamenn eru að skapa.
Stuttmyndahátíð Molans verður haldin fimmtudaginn 17. júlí í Molanum, Hábraut 2, og hægt er að skrá sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á molinn@molinn.is. Skráningarfresti fyrir hátíðina lýkur 13. júlí.
Við hvetjum alla til að taka þátt og skrá sig. Með skráningunni skal fylgja nafn myndar, lengd hennar, stutt kynning á myndinni og upplýsingar um aðstandendur. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þeir hafa verið að vinna með stuttmyndir, „sketsa“ eða kvikmyndir í öðru formi. Stuttmyndahátíð Kópavogs er vettvangur fyrir alla þá sem hafa metnað fyrir kvikmyndagerð og það er jú ekkert fallegra en fólk með metnað.“