Það er skapandi að búa í Kópavogi

Birna Særós Sigurbergsdóttir og Hera María Jacobsen sköpuðu ljósmyndaþátt sem kallast Sumrungar. Þátturinn byggðist á hugmyndum og tengingum fólks við hið dæmigerða íslenska sumar. Hugmyndir að myndefni voru fengnar með viðtölum við almenning. Vefsíða: sumrungar.com

Skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar lauk í lok júlí með veglegri lokahátíð sem fram fór í Molanum Ungmennahúsi að Hábraut 2. Rúmlega 250 gestir mættu á hátíðina, sem var hin glæsilegasta. Listamenn Skapandi sumarstarfa kynntu þar afrakstur vinnu sinnar. Á hátíðinni var gestum meðal annars boðið á frumsýninu á stillimyndinni „Marglita Marglittan,“ frumhlustun á smáskífunni „Eftir á að hyggja“ og samtímaritinu ÓNEFNA. Einnig var í boði hlaðvarpsdiskó inni í Geislahvelfingu, karaókí-herbergi, ljóðalestur og gistipartý.

Eftirsótt af ungmennum

Skapandi sumarstörf hafa verið starfrækt síðastliðin 11 sumur og er þetta því tólfta sumarið sem ungu listafólki gefst tækifæri á að starfa að eigin list og þróa hugmyndir sínar áfram. Skapandi sumarstörf eru mjög eftirsótt af ungmennum Kópavogsbæjar á hverju ári og þetta árið var engin undantekning. Mikið samstarf var á milli listafólks Skapandi sumarstarfa, bæjarins og bæjarbúa yfir sumarið og í sumar hafa Gerðarsafn, Cafe Catalína, Kópavogslaug, Kópavogskirkja, bæjarstjórinn sjálfur snert á eða aðstoðað við verkefnin.

Myndlistarmennirnir Rannveig Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir mynda saman tvíeykið DJ VHS (Vidjó-hljóð-skúlptúr). Þær hafa báðar áralanga tónlistar- og sviðslistamenntun að baki. DJ VHS byggist á samsetningu þeirra miðla sem þær hafa tileinkað sér undanfarin ár í myndlistarnámi sínu. Sigrún hefur lagt áherslu á video myndatöku og Rannveig á skúlptúr, en hljóð hefur verið leiðarstef í verkum beggja.
Instagram: @DJ_VHS

 

Hákon Jóhanneson, stundum þekktur sem Hákon Lobster, skrifaði áhugaverðar leiksenur með lifandi vinnuaðferðum í virku ferli. Senurnar öðluðust líf á mismunandi vígstöðum í hinu skapandi umhverfi og voru útfærðar þannig að íbúar Kópavogsbæjar nutu góðs af.
Instagram: @hakonlobster
Snapchat: hakon.gas

 

Birna Særós Sigurbergsdóttir og Hera María Jacobsen sköpuðu ljósmyndaþátt sem kallast Sumrungar. Þátturinn byggðist á hugmyndum og tengingum fólks við hið dæmigerða íslenska sumar. Hugmyndir að myndefni voru fengnar með viðtölum við almenning.
Vefsíða: sumrungar.com

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar