Skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar lauk í lok júlí með veglegri lokahátíð sem fram fór í Molanum Ungmennahúsi að Hábraut 2. Rúmlega 250 gestir mættu á hátíðina, sem var hin glæsilegasta. Listamenn Skapandi sumarstarfa kynntu þar afrakstur vinnu sinnar. Á hátíðinni var gestum meðal annars boðið á frumsýninu á stillimyndinni „Marglita Marglittan,“ frumhlustun á smáskífunni „Eftir á að hyggja“ og samtímaritinu ÓNEFNA. Einnig var í boði hlaðvarpsdiskó inni í Geislahvelfingu, karaókí-herbergi, ljóðalestur og gistipartý.
Eftirsótt af ungmennum
Skapandi sumarstörf hafa verið starfrækt síðastliðin 11 sumur og er þetta því tólfta sumarið sem ungu listafólki gefst tækifæri á að starfa að eigin list og þróa hugmyndir sínar áfram. Skapandi sumarstörf eru mjög eftirsótt af ungmennum Kópavogsbæjar á hverju ári og þetta árið var engin undantekning. Mikið samstarf var á milli listafólks Skapandi sumarstarfa, bæjarins og bæjarbúa yfir sumarið og í sumar hafa Gerðarsafn, Cafe Catalína, Kópavogslaug, Kópavogskirkja, bæjarstjórinn sjálfur snert á eða aðstoðað við verkefnin.

Instagram: @DJ_VHS

Instagram: @hakonlobster
Snapchat: hakon.gas

Vefsíða: sumrungar.com