Það sem vel er gert

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Við eyðum oft meiri tíma en ekki að tala um það sem er ómögulegt og neikvætt. Nú nýverið fór samfélagið hamförum yfir því hvað ritföng barna kostuðu mikið og var vísað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna því til stuðnings. Ég get alveg tekið undir að það vekur undrun hversu misjafn kostnaðurinn er á milli skóla hvað varðar innkaup og sem foreldri hef ég oftar en ekki setið uppi með hálfkláraðar stílabækur og endalaust magn af litum og blýöntum í lok skólaárs. Að vísu á ég dóttur sem er afar dugleg að gefa með sér ritföng (týnir þeim) og það af leiðandi hef ég verið dyggur kaupandi skriffæra. Eitt stærsta loforð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var að „spjaldtölvu-væða“ grunnskóla Kópavogs ásamt því að stórauka niður- greiðslu æfingagjalda. Þetta varð síðar hluti af meirihlutasamkomulagi í bæjarstjórn. Bæði verkefnin eru komin vel af stað. Kennarar eru vitanlega mis- vel tilbúnir að umpóla kennsluaðferðum sínum í takti við spjaldtölvu ákvörðunina og verður að sýna því þolinmæði. Heilt yfir tel ég að verkefnið sé jákvætt og mun að lokum til að mynda skila sér í lægri innkaupum foreldra í ritföngum sem og afar færum nemendum og kennurum í tölvutækni. Kópavogsbær er frumkvöðull í þessu hér heima en hefur auðvitað erlendar fyrirmyndir. Að þessu öllu sögðu vil ég að lokum koma hér áleiðis hrósi til Álfhólsskóla og foreldrafélagsins í þeim skóla. Farið var í magninnkaup fyrir nemendur í 1. til 7.bekk. Ekki voru gefnir út innkaupalistar heldur borga foreldar 4000 krónur og dugar það fyrir öllu sem þarf í skólastofunni. Þetta er meðal annars gert vegna spjaldtölvuvæðingar sem og þeirra framlag til auka nýtni og draga úr sóun í samræmi við áherslur í umhverfismálum. Þetta er til mikillar eftirbreytni og vil ég hvetja aðra skóla til að kynna sér þetta á næsta skólaári.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar