Það sem vel er gert

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Við eyðum oft meiri tíma en ekki að tala um það sem er ómögulegt og neikvætt. Nú nýverið fór samfélagið hamförum yfir því hvað ritföng barna kostuðu mikið og var vísað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna því til stuðnings. Ég get alveg tekið undir að það vekur undrun hversu misjafn kostnaðurinn er á milli skóla hvað varðar innkaup og sem foreldri hef ég oftar en ekki setið uppi með hálfkláraðar stílabækur og endalaust magn af litum og blýöntum í lok skólaárs. Að vísu á ég dóttur sem er afar dugleg að gefa með sér ritföng (týnir þeim) og það af leiðandi hef ég verið dyggur kaupandi skriffæra. Eitt stærsta loforð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var að „spjaldtölvu-væða“ grunnskóla Kópavogs ásamt því að stórauka niður- greiðslu æfingagjalda. Þetta varð síðar hluti af meirihlutasamkomulagi í bæjarstjórn. Bæði verkefnin eru komin vel af stað. Kennarar eru vitanlega mis- vel tilbúnir að umpóla kennsluaðferðum sínum í takti við spjaldtölvu ákvörðunina og verður að sýna því þolinmæði. Heilt yfir tel ég að verkefnið sé jákvætt og mun að lokum til að mynda skila sér í lægri innkaupum foreldra í ritföngum sem og afar færum nemendum og kennurum í tölvutækni. Kópavogsbær er frumkvöðull í þessu hér heima en hefur auðvitað erlendar fyrirmyndir. Að þessu öllu sögðu vil ég að lokum koma hér áleiðis hrósi til Álfhólsskóla og foreldrafélagsins í þeim skóla. Farið var í magninnkaup fyrir nemendur í 1. til 7.bekk. Ekki voru gefnir út innkaupalistar heldur borga foreldar 4000 krónur og dugar það fyrir öllu sem þarf í skólastofunni. Þetta er meðal annars gert vegna spjaldtölvuvæðingar sem og þeirra framlag til auka nýtni og draga úr sóun í samræmi við áherslur í umhverfismálum. Þetta er til mikillar eftirbreytni og vil ég hvetja aðra skóla til að kynna sér þetta á næsta skólaári.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór