Þakkir frá Got Agulu strákunum

Sr. Bára Friðriksdóttir

Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel að 15 drengir og þrír fylgdarmenn gátu komið til landsins frá Kenía og dvöldu þeir í þrjár vikur í Hafnarfirði. Þeir hittu bæði veraldleg og geistleg völd, forseta, biskup og bæjarstjóra Hafnarfjarðar, kepptu æfingaleiki við stráka í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akranesi auk þess að keppa á Rey Cup. Þeir fóru í ferð upp á Sólheimajökul, ótal sundferðir, fyrstu bíóferðina, kirkjuferðir m.a. í Lindakirkju og margt fleira. Hafnarfjarðarbær veitti  góðan stuðning með því að hýsa hópinn í Lækjarskóla og fleira. JAKO Sport gaf innri og ytri íþróttaföt á mannskapinn og þar eignuðust strákarnir sinn fyrsta fótbolta. Bæði fjölskyldur og fyrirtæki buðu þeim í mat og ótalmargir gáfu föt og skófatnað sem þeir gáfu þorpsbúum þegar heim kom. Þetta var mikið ævintýri sem á eftir að verða drengjunum og fleirum hvatning í lífinu. Í Kópavogi var safnað í Digraneskirkju og gekk vel. Fyrir hönd stuðningshópsins sem stóð að baki drengjunum vil ég færa alúðar þakkir til allra þeirra sem á einn eða annan hátt gerðu dvöl drengjanna að veruleika og jafn ánægjulega og hún varð þeim.

Strákarnir hittu m.a. Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Liðsfundur fyrir Rey Cup.
JAKO Sport gaf innri og ytri íþróttaföt á mannskapinn og þar eignuðust strákarnir sinn fyrsta fótbolta.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar