Þarf að gera umtalsvert betur í húsnæðis- og lóðamálum í Kópavogi

Ómar Stefánsson.

Nú þegar sér fyrir endann á kjörtímabilinu er augljóst að þessum meirihluta er ekki treystandi í húsnæðis- eða lóðamálum.

Besta dæmið um það er að nú eru liðin rúm tvö ár síðan „stefnumarkandi leiðir í húsnæðismálum í Kópavogi“ voru kynntar á blaðamannafundi, en þeirri skýrslu var stungið undir stól. Fékk aðeins umfjöllun þegar lóðin undir áhaldahúsinu fór í úthlutun en það náði ekki lengra en í smá umræðu.

Annað dæmi er Vatnsendahlíð en þar var tilbúið skipulag sem var síðan kært og fellt úr gildi í byrjun árs 2016. Ekkert hefur verið unnið meira með það, sem er hreinlega til skammar því eins og allir vita tekur töluverðan tíma að fara í gegnum ferlið sem liggur að tilbúnu skipulagi.

Þriðja dæmið er reiturinn við Sorpu, en þar er landsvæði sem Kópavogsbær á ekki samkvæmd dómi hæstaréttar. Það hefur ekkert verið gert í því máli og því stungið undir stól

Fjórða dæmið er Vatnsendahæðin. Það stóð til boða að kaupa það landsvæði á góðu verði ef að líkum lætur, því að Garðabær keypti Vífilstaðalandið þegar það stóð til boða. Þáverandi fjármálaráðherra nefndi að Kópavogsbæ stæði til boða að kaupa Vatnsendahæð á sömu kjörum. Hægagangurinn var alger og kom í veg fyrir að hægt væri að ganga frá því áður en sú ríkisstjórn féll.

Fimmta dæmið er Glaðheimasvæðið. Hluti svæðisins var tilbúið til úthlutunar fyrir kosningar 2014, en á seinni hluta svæðisins átti eftir að ganga frá samningum við eigendur tveggja hesthúsa en skipulag tilbúið. Ennþá hefur ekki verið gengið til samninga við eigendur hesthúsanna þar. Það er ljóst að aðgerðarleysi er besta lausnin hjá núverandi meirihluta.

Sjötta dæmið er viðhald á mannvirkjum bæjarins. Stóra málið er auðvitað Kársnesskóli, þar var löngu komin þörf á kröftugar aðgerðir en ekkert var að gert og nú hefur verið ákveðið að byggja nýjan skóla. Bæjarskrifstofurnar, sem svo nauðsynlegt var að rýma, eru nú notaðar undir elstu árgangana í skólanum og enn hefur ekki neinum orðið meint af. Vinnuskólinn hefur haft starfsstöð í Kópavogsdalnum sem hefur verið lokað og sett í gáma.

Á þessum rúmum 3 árum sem þessi meirihluti hefur verið við völd hefur verið úthlutað lóðum fyrir um 500 íbúðir og annað í Kópavogi, fyrir það hafa komið um 3 milljarðar króna í kassann. Ekki hefur verið malbikuð ein ný íbúðagata fyrir þessar íbúðir. Flestar götur voru tilbúnar, öðru hefur þessi meirihluti ekki komið í verk. Fyrirséð er fjárstreymi úr bæjarsjóði til að ljúka við götu, göngu- og hjólastíga og opin svæði á þessum stöðum þar sem lóðum hefur verið úthlutað.

Með fullkomnu aðgerðarleysi er þessum útgjöldum velt yfir til framtíðar bæjarbúa og bæjarstjórna að ráða fram úr. Síðan er tönnlast á að allt sé svo faglegt og vel unnið. Það er einfaldlega treyst á að flestir Kópavogsbúar séu eins og minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs, fari í klappliðið og kíki ekki undir stólinn eða úti í horn. En fari allra síst að horfa til framtíðar í húsnæðis- og lóðamálum. Það er ekki að gerast, því það eru íbúar í bænum sem telja niður dagana til kosninga.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn