Þátttökumet í Hjartadagshlaupinu

Í tilefni Alþjóðlegs hjartadags var Hjartadagshlaupið haldið í áttunda sinn í Kópavogi sunnudaginn 28. september. Boðið var upp á 5 og 10 km vegalengdir og var þátttaka í hlaupinu ókeypis eins og ætíð. Metfjöldi tók þátt eða ríflega 270 manns. Hlaupið hófst við Kópavogsvöll og lá leiðin út á Kársnes og endaði á hlaupabrautinni á Kópavogsvelli. Stemningin var góð enda lék veðrið við þátttakendur.

Í 5 km hlaupinu voru sigurvegarar Ingvar Hjartarson sem hljóp á 16:55 min og Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 18:37.

Ingvar Hjartarson og Andrea Kolbeinsdóttir sigruðu í 5km Hjartardagshlaupinu í ár.
Ingvar Hjartarson og Andrea Kolbeinsdóttir sigruðu í 5km Hjartardagshlaupinu í ár.

Í 10 km hlaupinu sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir í kvennaflokki á 38:43 min og Geir Ómarsson á 35:43 mínútum.

Sigurvegarar í 10km Hjartardagshlaupinu kampakát á verðlaunapalli.
Sigurvegarar í 10km Hjartardagshlaupinu, Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Geir Ómarsson.

Strax í kjölfars hlaupsins var gengin Hjartaganga um Kópavogsdal undir leiðsögn Friðris Baldurssonar, garðyrkjustjóra Kópavogs.

Um Alþjóðlegan hjartadag:

Dagurinn er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupinu og hjartagöngunni um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið.

Þema hjartadagsins í ár eru samfélagið og umhverfi einstaklingsins. Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Einstaklingurinn ræður sjálfur mestu um sinn eigin lífsstíl.  Mikilvægt er þó að gera einstaklingnum kleift að haga sínum lífsstíl á sem heilsusamlegastan máta. Umhverfi okkar þar sem við búum, vinnum og iðkum frístundir, getur haft mikil áhrif á getu okkar til að taka réttar ákvarðanir með heilsu okkar í huga.  Á síðustu áratugum hefur margt breyst til batnaðar í samfélagi okkar og umhverfi. Okkur hefur verið gert auðveldara að lifa heilsusamlegu lífi, sé áhugi fyrir hendi. Hjólastígar, göngustígar, almenn útivistarsvæði, takmarkanir á reykingum og ýmislegt fleira hafa skilað sér til þjóðarinnar í bættri heilsu. Sérhver hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna. Ekki þarf alltaf mikið til.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar