Þátttökumet í Hjartadagshlaupinu

Í tilefni Alþjóðlegs hjartadags var Hjartadagshlaupið haldið í áttunda sinn í Kópavogi sunnudaginn 28. september. Boðið var upp á 5 og 10 km vegalengdir og var þátttaka í hlaupinu ókeypis eins og ætíð. Metfjöldi tók þátt eða ríflega 270 manns. Hlaupið hófst við Kópavogsvöll og lá leiðin út á Kársnes og endaði á hlaupabrautinni á Kópavogsvelli. Stemningin var góð enda lék veðrið við þátttakendur.

Í 5 km hlaupinu voru sigurvegarar Ingvar Hjartarson sem hljóp á 16:55 min og Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 18:37.

Ingvar Hjartarson og Andrea Kolbeinsdóttir sigruðu í 5km Hjartardagshlaupinu í ár.
Ingvar Hjartarson og Andrea Kolbeinsdóttir sigruðu í 5km Hjartardagshlaupinu í ár.

Í 10 km hlaupinu sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir í kvennaflokki á 38:43 min og Geir Ómarsson á 35:43 mínútum.

Sigurvegarar í 10km Hjartardagshlaupinu kampakát á verðlaunapalli.
Sigurvegarar í 10km Hjartardagshlaupinu, Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Geir Ómarsson.

Strax í kjölfars hlaupsins var gengin Hjartaganga um Kópavogsdal undir leiðsögn Friðris Baldurssonar, garðyrkjustjóra Kópavogs.

Um Alþjóðlegan hjartadag:

Dagurinn er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupinu og hjartagöngunni um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið.

Þema hjartadagsins í ár eru samfélagið og umhverfi einstaklingsins. Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Einstaklingurinn ræður sjálfur mestu um sinn eigin lífsstíl.  Mikilvægt er þó að gera einstaklingnum kleift að haga sínum lífsstíl á sem heilsusamlegastan máta. Umhverfi okkar þar sem við búum, vinnum og iðkum frístundir, getur haft mikil áhrif á getu okkar til að taka réttar ákvarðanir með heilsu okkar í huga.  Á síðustu áratugum hefur margt breyst til batnaðar í samfélagi okkar og umhverfi. Okkur hefur verið gert auðveldara að lifa heilsusamlegu lífi, sé áhugi fyrir hendi. Hjólastígar, göngustígar, almenn útivistarsvæði, takmarkanir á reykingum og ýmislegt fleira hafa skilað sér til þjóðarinnar í bættri heilsu. Sérhver hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna. Ekki þarf alltaf mikið til.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar