Heiðurslistamaður og bæjarlistamenn útnefndir

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Tinna Sverrisdóttir í hljómsveitinni Tazmaniu, Theódór Júlíusson og Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs í Kópavogi við athöfn í Gerðarsafni þegar tilkynnt var um val á heiðurslistamanni og bæjarlistamanni Kópavogs 2014. Mynd: Kopavogur.is
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Tinna Sverrisdóttir í hljómsveitinni Tazmaniu, Theódór Júlíusson og Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs í Kópavogi við athöfn í Gerðarsafni þegar tilkynnt var um val á heiðurslistamanni og bæjarlistamanni Kópavogs 2014. Mynd: Kopavogur.is

Theódór Júlíusson leikari var í dag útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. Á sama tíma voru  þrjár listakonur útnefndar bæjarlistamenn, þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld. Þær skipa hljómsveitina Tazmania og verður samningur gerður við þær um að taka þátt í fræðslu – og menningarstarfi skólabarna í Kópavogi haust. Þetta kemur fram á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar upplýsti þetta við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhentu listamönnunum blóm og heiðurslistamanninum kantalúpu Gerðar Helgadóttur, sem er tákn bæjarins til heiðurslistamanna.

Karen sagði að lista- og menningarráð vildi með útnefningu heiðurlistamanns sýna Theódór þakklæti fyrir ómetanlegt ævistarf sem auðgað hefði  menningar- og listalíf bæjarbúa sem og allra landsmanna.

„Það er mikil vegsemd að vera útnefndur heiðurslistamaður af bæjarfélagi sínu. Ég tala nú ekki um bæjarfélag eins og Kópavog þar sem menningin blómstrar,“ sagði Theódór í ræðu sinni við tækifærið.

Karen sagði að með vali á bæjarlistamönnunum vildi lista- og menningarráð hampa ungu og efnilegu listafólki og gefa því um leið kost á að miðla list sinni og sköpun til skólabarna. Hljómsveitin Tazmania væri skipuð listakonum sem væru óhræddar við að feta nýjar slóðir og takast á við flókin samfélagsleg viðfangsefni.

„Við getum ekki beðið eftir því að taka til starfa,“ sögðu listakonurnar í Tazmaniu.

Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann á þessum afmælisdegi bæjarins frá árinu 1988 en í fyrsta sinn nú er samhliða verið að velja bæjarlistamenn. Með fyrrnefnda valinu er verið að heiðra listamann fyrir ævistarfa en með því síðranefndar er verið að velja unga og efnilega listamenn til að sinna tilteknu fræðslu- og menningarstarfi.

Nánar um listamennina:

Theódór Júlíusson er fæddur 21. ágúst árið 1949 á Siglufirði þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Konan hans Guðrún Stefánsdótt er einnig frá Siglufirði og eiga þau fjórar dætur og sjö barnabörn. Fjölskyldan fluttist á Þinghólsbraut í Kópavogi árið 1990 og hafa þau hjón verið þar allar götur síðan.

Theódór er með Diploma í leiklist frá The Drama Studio London. Hann hefur m.a. starfað hjá Leikfélagi Akureyrar og í Borgarleikhúsinu og leikið þar fjölda hlutverka. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og MattaSöngleiknum Ást og Fjölskyldunni.

Theodór hefur auk þess leikstýrt fjölda sýninga og  leikið í ótal útvarpsleikritum, sjónvarps- og kvikmyndum, til að mynda Englum alheimsinsHafinuIkingútMýrinniSveitabrúðkaupiReykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo.

Hljómsveitin Tazmania hefur verið starfandi í um hálft ár en allar hafa þær þrjár sem skipa  hljómsveitina unnið að listsköpun í langan tíma. Tvær þeirra eru aldar upp í Kópavogi. Þær Þuríður, Tinna og Salka eru menntaðar í leiklist en hreyfingin Reykjavíkurdætur leiddi þær saman. Þær komu fram á ljóðahátíð Kópavogsbæjar í janúar síðastliðnum þar sem þær röppuðu um konur sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig lásu þær upp verðlaunaljóð hátíðarinnar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn