• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Íþróttir

„Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.“

„Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.“
ritstjorn
16/10/2013

Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, ritar á síðuna sína, dadirafnsson.com þennan áhugaverða pistil:

3. flokkur karla 2005. Öflugt bakland og frjór jarðvegur. Afrekaskrá leikmanna flokksins síðan þá er með ólíkindum.

3. flokkur karlaliðs Breiðabliks árið 2005. Öflugt bakland og frjór jarðvegur. Afrekaskrá leikmanna flokksins síðan þá er með ólíkindum.

Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann á endalausar séræfingar og pabba sem hvatti þá til að fara út og hlaða í einn magnaðasta skotfót Íslandssögunnar. Þeir keyrðu á æfingar í Kópavogi til að geta æft inni yfir veturinn með góðu liði og fylgdu honum úr hlaði hjá Reading. Á bak við Gylfa Sigurðsson er fjöldi fólks í FH, Breiðabliki og Reading ásamt kröftugri fjölskyldu sem fylgdi honum úr hlaði. Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og flestir aðrir sem klæðast landsliðstreyjunni í kvöld komust á toppinn vegna eigin dugnaðar og þrautsegju, og fjölskyldu og samfélags sem styður gríðarlega vel við knattspyrnu.

 Við erum ekki að greiða fyrir einn – heldur hundrað

Þess vegna leggja UEFA og FIFA áherslu á að uppeldisbætur séu hluti af söluverði leikmanna. Á námskeiðum sínum um félagsskiptasamninga segja þeir að ekki sé verið að greiða fyrir einn leikmann, heldur þá hundrað sem þurfti til að koma honum til manns. Án grasrótarfótbolta eru ekki efnileg börn sem verða að athyglisverðum unglingum sem enda sem atvinnumenn.

Það er gaman að segja sögur af ofurmennum. Af fólki sem meikaði það þrátt fyrir umhverfið sitt. Sumir jafnvel trúa því sjálfir að þeir hafi komist á toppinn af sjálfsdáðum. Þeir sem ná alla leið í bláu treyjuna hafa svo sannarlega eiginleika sem gera þeim kleift að nýta sína hæfileika til fulls. Þú munt sjaldan hitta fólk sem er jafn einbeitt í að ná árangri í sinni grein eins og Gylfi Sigurðsson er í að ná árangri í knattspyrnu.

Þegar Ásgeir Sigurvinsson náði alla leið á toppinn frá Vestmannaeyjum 7.-8. áratugarins má með sanni segja að hann hafi komist langt þrátt fyrir aðstæður. En í dag er öldin önnur. Landslið fullt af ungum íslenskum drengjum sem þora að skora þá bestu á hólm bera vitni um aðstæður sem hvetja til árangurs;

  • Stuðningur foreldra og fjölskyldu.
  • Hvatning og leiðbeining frá fjölda þjálfara.
  • Brýning af hendi ótal liðsfélaga.
  • Mótherjar sem ögra manni og reyna á mann.
  • Stjórnarmenn sem gefa mikla vinnu til að halda félaginu sínu gangandi.
  • Skattgreiðendur sem tryggja öruggt samfélag til að alast upp í og byggja gervigrasið, sparkvellina og knatthallirnar.
  • Sjálfboðaliðar sem þvoðu búninga, héldu fjáraflanir, söfnuðu pening og héldu mót.
  • Dómarar sem mættu í leiki.
  • Fjölmiðlamenn sem fjalla um íþróttina.
  • Vallarstarfsmenn sem slá grasið og starfsmenn sem halda íþróttahúsum gangandi.

Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.

Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðablik
www.dadirafnsson.com

Efnisorð
Íþróttir
16/10/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Sigurhátíð í Lindaskóla

    Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í...

    Auðun Georg Ólafsson 24/05/2019
  • Lesa meira
    Opið fyrir umsóknir á afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi

    Nú er opið fyrir umsóknir á nýstofnuðu afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. Nemendur sem skrá sig á sviðið...

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

    Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót....

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Tvö silfurverðlaun á Norðurlandamóti í hnefaleikum

    Emin Kadri Eminssyni og Jafet Erni Þorsteinssyni úr Hnefaleikafélag Kópavogs unnu til silfurverðlauna helgina 30-31 mars á...

    ritstjorn 08/04/2019
  • Lesa meira
    5. flokkur HK stefnir hátt

    5. flokkur kvenna á eldra ári, sem eru stúlkur fæddar árið 2005, er einn fjölmennasti flokkurinn innan...

    ritstjorn 06/04/2019
  • Lesa meira
    „Ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri“

    KYNNING: Í Mudo Gym er unnið út frá slagorðunum: „Sterkari börn“ og „Sjálfstraust, sjálfsagi sjálfsvörn”. Sigursteinn Snorrason,...

    ritstjorn 26/03/2019
  • Lesa meira
    10 ára kraftlyftingadeild

    Hin nautsterka kraftlyftingadeild Breiðabliks er tíu ára um þessar mundir. Fólk hefur fengið sér nautasteik af minna...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Breiðablik á afmæli í dag

    Í dag þriðjudaginn 12. febrúar er Breiðablik 69 ára. Af því tilefni verður afmæliskaka og kaffi í...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Gönguskíði hjá GKG

    Allir á gönguskíði! Nú er búið að troða hring fyrir gönguskíði á golfvelli GKG sem notið hefur...

    ritstjorn 22/01/2019
  • Íþróttafólk Kópavogs
    Lesa meira
    Agla María Albertsdóttir og Valgarð Reinhardsson eru íþróttafólk ársins í Kópavogi

    Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og...

    ritstjorn 11/01/2019
  • Lesa meira
    Fjörkálfamót í Smáranum

    Karatedeildir Breiðablik og Þórshamars héldu í desember svokallað Fjörkálfamót í karate fyrir karatekrakka sem eru fæddir frá...

    ritstjorn 06/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.