Þetta er alveg geðveik grein

Kristinn Rúnar Kristinsson.
Kristinn Rúnar Kristinsson.

Mig langar til þess að varpa upp hinum algenga frasa að hitt og þetta sé „alveg geðveikt“. Hann er rosalega mikið notaður og fólk áttar sig sennilega ekki á því að það stuðar og særir suma. Öðrum finnst eflaust gott að fá svona athugasemd, t.d. að þetta „sé geðveikt flott“ og taka því sem miklu hrósi. Ég persónulega, sem hef langa sögu af andlegum veikindum nota þetta sjálfur, að eitthvað sé geðveikt eða geggjað.

Mér finnst mjög eðlilegt að nota þetta sem lýsingarorð þótt að u.þ.b. 10% lífs míns sé hægt að tala um sem geðveiki, þá annað hvort þunglyndistímabil eða maníutímabil (á íslensku oflætisástand). Sennilega finnst mér þetta svona eðlilegt því ég skammast mín akkúrat ekkert fyrir það hvernig ég er, en var engu að síður orðinn 26 ára gamall þegar ég komst á þann stað. Ég hafði skammast mín mikið fyrir veikindin frá þrettán ára aldri, það háði mér talsvert í lífinu.

Hvernig bregst þú við þegar einhverju er lýst sem alveg geðveiku? Segir þú þetta sjálf/ur? Fer það fyrir brjóstið á þér?

Ég sé að þú ert kominn í geðveikt form vinur. Algjörlega geggjað hjá þér! Til hamingju.

Síðan ég var greindur með geðhvörf árið 2009, tvítugur að aldri, hefur umræðan opnast töluvert. Mér finnst fólk minna viðkvæmt en áður fyrir álíka frösum og tilbúnara að ræða þessi erfiðu mál, sem eiga samt engan veginn að vera það. Við erum alltaf að komast á betri og betri stað með að tala opinskátt um geðsjúkdóma eða andlegar áskoranir, þannig að ég er viss um að fólk verði minna viðkvæmt með hverju árinu sem líður. Ég hlakka til að sjá hvar við stöndum eftir önnur átta ár.

Að hafa átt tímabil andlegra veikinda er alls ekkert til að skammast sín fyrir eða óttast. Fordómarnir eru yfirleitt hvað mestir hjá okkur sjálfum sem höfum gengið í gegnum veikindin en mun minni eða jafnvel ekki til staðar hjá fólkinu sem við þekkjum vel eða könnumst við. Það eru þó sumir ennþá haldnir fordómum en þeir eru sem betur fer að deyja út, enda mjög asnalegt að vera með fordóma – sérstaklega nú til dags.

Kristinn Rúnar Kristinsson

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,