Þjálfunarnámskeið í tennis

Frá vinstri: Jón Axel Jónsson leiðbeinandi, Birkir Gunnarsson (TFK), Hinrik Helgason (TFK), Ingimar Jónsson (TFG), Magnús Gunnarsson (TFK), Davíð Ármann Eyþórsson (TFG), Ragna Sigurðardóttir (TFK), Grímur Steinn Emilsson (TFK), Jón Kjartan Jónasson (Fjölni), Helgi Þór Jónasson (formaður TSÍ), Hrvoje Zmajic Þróunarstjóri Evrópska Tennissambandsins. Fyrir miðju frá vinstri: Soumia I. Georgsdóttir og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs.

Tennisíþróttinni vex fiskur um hrygg í bænum. Nýverið lauk umfangsmiklu þjálfaranámskeiði í Tennishöllinni í Kópavogi. Um var að ræða tvær þjálfaragráður viðurkenndar af Alþjóðatennissambandinu (ITF). Annars vegar var það svokölluð „Play Tennis“ gráða, sem ellefu þjálfarar stóðust, og hins vegar svokölluð „ITF Level 1“ gráða, sem er talsvert umfangsmeiri gráða, en einungis 5 þjálf-arar luku þeirri gráðu. Námskeiðið var skipulagt af Jóni Axel Jónssyni, yfirþjálfara Tennisfélags Kópavogs í samvinnu við Tennissamband Íslands með aðstoð frá sérfræðingum Alþjóða tennissambandsins. Grunnurinn að góðum spilurum og öflugri tennismenningu felst að miklu leyti í vel menntuðum þjálf-urum. Með framangreindu hafa Tennissamband Íslands og Tennisfélag Kópavogs því tekið stórt stökk í menntun tennisþjálfara hérlendis sem mun án efa skila töluverðum árangri í framtíðinni og styrkja starf Tennisfélags Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar