Þjálfunarnámskeið í tennis

Tennisíþróttinni vex fiskur um hrygg í bænum. Nýverið lauk umfangsmiklu þjálfaranámskeiði í Tennishöllinni í Kópavogi. Um var að ræða tvær þjálfaragráður viðurkenndar af Alþjóðatennissambandinu (ITF). Annars vegar var það svokölluð „Play Tennis“ gráða, sem ellefu þjálfarar stóðust, og hins vegar svokölluð „ITF Level 1“ gráða, sem er talsvert umfangsmeiri gráða, en einungis 5 þjálf-arar luku þeirri gráðu. Námskeiðið var skipulagt af Jóni Axel Jónssyni, yfirþjálfara Tennisfélags Kópavogs í samvinnu við Tennissamband Íslands með aðstoð frá sérfræðingum Alþjóða tennissambandsins. Grunnurinn að góðum spilurum og öflugri tennismenningu felst að miklu leyti í vel menntuðum þjálf-urum. Með framangreindu hafa Tennissamband Íslands og Tennisfélag Kópavogs því tekið stórt stökk í menntun tennisþjálfara hérlendis sem mun án efa skila töluverðum árangri í framtíðinni og styrkja starf Tennisfélags Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn