• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Á döfinni

Þjóðhátíðarfögnuður Menningarhúsanna í Kópavogi

Þjóðhátíðarfögnuður Menningarhúsanna í Kópavogi
ritstjorn
16/06/2021
Nóg verður um að vera á 17. júní í Menningarhúsum Kópavogsbæjar.

Draumkennd tónlist, draumafangarasmiðja og ævintýraþrautin draumaslóð er á meðal þess sem boðið verður upp á 17. júní þegar Menningarhúsin í Kópavogi, ásamt listafólki á vegum Skapandi sumarstarfs í Kópavogi, taka saman höndum um metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa undir yfirskriftinni Sumardraumar á sautjándanum.

Dagskráin stendur yfir frá 13 og fram eftir degi með litríkum uppákomum af öllu tagi í bland við skapandi listsmiðjur fyrir alla fjölskylduna. Hægt verður að búa sér til sína eigin þjóðhátíðargrímu, fá tilsögn í koparsmíði og teiknimyndagerð, þræða draumaslóð og leysa draumkenndan draumaratleik auk þess sem í boði verða alls kyns útileikir, sirkusatriði, sumarjazz, barnaævintýri, trúnóhorn og kvíðagjörningur svo fátt eitt sé nefnt. Ókeypis er á alla viðburði dagsins og opið á Reykjavík Roasters í Gerðarsafni frá 9 – 18.

Dagskrá á útisvæði Menningarhúsanna

13:00    Stökkönd VST þeytir draumkenndri tónlist.

13:30    Sirkussýning með loftfimleikum og skemmtikraftaköllum.

14:10   WE ARE NOT KIDS. Rakel Andrésdóttir og Andrés Þór Þorvarðarson, flytja lög úr glænýju barnaævintýri.

14:40   Bambaló, Herdís og Ingibjörg Linnett, setja þjóðlagaarfinn í nýtt og skemmtilegt samhengi.

15:00   Stokkönd VST þeytir draumkenndri tónlist.

15:30   Húlladúllan glensar í áhorfendum og sýnir sirkushúllaatriði.

Fordyri Salarins

17:00   Sumarjazz á þjóðhátíðardeginum. Margrét Eir og hljómsveit, flytur jazzskotna efnisskrá úr ýmsum áttum.


Skapandi smiðjur og leikir fyrir alla fjölskylduna frá 13 – 16

Draumafangarasmiðja Náttúrufræðistofu Kópavogs
Draumaslóð: Ævintýraþraut fyrir alla fjölskylduna
Grímusmiðja ÞYKJÓ með Ninnu Þórarinsdóttur og Bókasafni Kópavogs.

Teiknimyndasmiðja KOMIK – Egill Gauti Sigurjónsson og Íris Eva Magnúsdóttir.

Koparsmíði með Silfursystrum –  Gunnhildi Höllu Ármannsdóttur og Sigrúnu Birnu  Pétursdóttur.

Upplestur og uppistand í Reykjavík Roasters, Gerðarsafni

13:00-13:15      Katla Ársælsdóttir flytur hluta úr ljóða- og smásagnasafninu 204 Kópavogur.

13:15-13:30      Inga Steinunn Henningsdóttir með sérfræðingaspjall.

15:00-15:15      Auður Helgadóttir með örsögur um hinseginleika.

15:15-15:30      Sviðslistahópurinn OBB – Jökull Smári Jakobsson og Vigdís Halla Birgisdóttir skoða ljóð  með einmanaleika, lífið, náttúruna og mennskuna í fyrirrúmi.

Gjörningar og uppákomur yfir daginn á útisvæði Menningarhúsanna

  • Tómas Óli Magnússon býður upp á málverkagjörning frá 9 – 5.
  • Sædís Harpa Stefánsdóttir rannsakar eigin kvíða og býður upp á gjörninginn „Kvíðahvísl“.
  • DÝNAMÍK – Margrét Lára Baldursdóttir og Margrét Lóa Stefánsdóttir bjóða gestum að fá sér sæti í „Trúnóhorninu“ og spjalla um vináttuna. 
  • Vegglistahópur Kópavogs, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, Sindri Franz, Ásdís Hanna Guðnadóttir og Katla Björk Gunnarsdóttir veitir innsýn í vinnuaðferðir sínar.

Í Gerðarsafni verður opið frá 10 – 18 en þar stendur yfir sýningin Hlutbundin þrá og er ókeypis á safnið á Þjóðhátíðardaginn.
Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs verða opin frá 11 – 17.  Þar standa yfir fjölbreyttar sýningar sem hægt er að njóta auk þess sem listafólk á vegum Skapandi sumarstarfs, þau Katla Marín Stefánsdóttir, Marina Gerða Bjarnadóttir og Atli Pálsson sýna  innsetningar og vídeóverk í tilefni dagsins.

Efnisorð17. júnífeaturedmenningarhús
Á döfinni
16/06/2021
ritstjorn

Efnisorð17. júnífeaturedmenningarhús

Meira

  • Lesa meira
    17. júní verður fagnað með fimm hverfishátíðum í Kópavogi

    Fyrirkomulag hátíðarhalda á 17. júní með hverfishátíðum á mismunandi stöðum í Kópavogi mæltist mjög vel fyrir í...

    ritstjorn 16/06/2021
  • Lesa meira
    Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla.

    Í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla. Um er að ræða tilraunaverkefni...

    ritstjorn 14/05/2021
  • Lesa meira
    Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

    Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni.  Meðal viðkomustaða...

    ritstjorn 13/05/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, hefur síðustu árin boðið börnum að lesa fyrir hunda...

    ritstjorn 25/08/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.