Þjóðlagasveitin Þula slær í gegn

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta fjölhæfum tónlistarnemendum á aldrinum 14-17 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs, sem hafa um fimm ára skeið æft íslenska þjóðlagatónlist sér til gleði en einnig til vitundarvakningar á íslenska tónlistararfinum. Þjóðlagasveitin hefur komið víða fram og hvarvetna vakið athygli fyrir gleði og skemmtilega framkomu. Sveitin hélt tónleika á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í fyrra; komst í úrslit Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna í Eldborg Hörpu og tók þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík, svo nokkuð sé nefnt. Nýlega tók sveitin þátt í alþjóðlegri þjóðlagahátíð í Barcelona á Spáni. Óhætt er að segja að Þula hafi vakið mikla athygli enda kemur hljómsveitin fram í íslenskum þjóðbúningum.

Tónlistarskóli Kópavogs er eina tónlistarskóli á landinu sem býður upp á nám af þessu tagi.

Þjóðlagasveitin Þula býður upp á tónlistarflutning við öll tækifæri til dæmis veislur, afmæli, hátíðir og aðra viðburði fyrir fyrirtæki, félagasamtök, einstaklinga eða hópa í fjáröflunarskini fyrir tónlistarferð á þjóðlagahátíð á Spáni í sumar. Efnisskrá hópsins gæti verið allt frá fáum lögum að heilli klukkustund og kynningar farið fram á íslensku, ensku, þýsku eða dönsku. Hægt er að kynnast Þjóðlagasveitinni Þulu betur á Facebook síðu sveitarinnar og senda ósk um viðburð með skilaboðum þar. Einnig er að fara af stað söfnun fyrir ferðinni á Karolina Fund.

 

Þjóðlagasveitin Þula.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

2013-09-15-1787
kopavogur_bordfani_CMYK_300dpi
margretfridriksxd
tunnerl
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Ashildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
SAMKÓR – mynd 2014
WP_20140617_14_24_10_Pro
Bergljót Kristinsdóttir 2014