Þjóðlagasveitin Þula slær í gegn

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta fjölhæfum tónlistarnemendum á aldrinum 14-17 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs, sem hafa um fimm ára skeið æft íslenska þjóðlagatónlist sér til gleði en einnig til vitundarvakningar á íslenska tónlistararfinum. Þjóðlagasveitin hefur komið víða fram og hvarvetna vakið athygli fyrir gleði og skemmtilega framkomu. Sveitin hélt tónleika á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í fyrra; komst í úrslit Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna í Eldborg Hörpu og tók þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík, svo nokkuð sé nefnt. Nýlega tók sveitin þátt í alþjóðlegri þjóðlagahátíð í Barcelona á Spáni. Óhætt er að segja að Þula hafi vakið mikla athygli enda kemur hljómsveitin fram í íslenskum þjóðbúningum.

Tónlistarskóli Kópavogs er eina tónlistarskóli á landinu sem býður upp á nám af þessu tagi.

Þjóðlagasveitin Þula býður upp á tónlistarflutning við öll tækifæri til dæmis veislur, afmæli, hátíðir og aðra viðburði fyrir fyrirtæki, félagasamtök, einstaklinga eða hópa í fjáröflunarskini fyrir tónlistarferð á þjóðlagahátíð á Spáni í sumar. Efnisskrá hópsins gæti verið allt frá fáum lögum að heilli klukkustund og kynningar farið fram á íslensku, ensku, þýsku eða dönsku. Hægt er að kynnast Þjóðlagasveitinni Þulu betur á Facebook síðu sveitarinnar og senda ósk um viðburð með skilaboðum þar. Einnig er að fara af stað söfnun fyrir ferðinni á Karolina Fund.

 

Þjóðlagasveitin Þula.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem