Þjóðlagasveitin Þula slær í gegn

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta fjölhæfum tónlistarnemendum á aldrinum 14-17 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs, sem hafa um fimm ára skeið æft íslenska þjóðlagatónlist sér til gleði en einnig til vitundarvakningar á íslenska tónlistararfinum. Þjóðlagasveitin hefur komið víða fram og hvarvetna vakið athygli fyrir gleði og skemmtilega framkomu. Sveitin hélt tónleika á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í fyrra; komst í úrslit Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna í Eldborg Hörpu og tók þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík, svo nokkuð sé nefnt. Nýlega tók sveitin þátt í alþjóðlegri þjóðlagahátíð í Barcelona á Spáni. Óhætt er að segja að Þula hafi vakið mikla athygli enda kemur hljómsveitin fram í íslenskum þjóðbúningum.

Tónlistarskóli Kópavogs er eina tónlistarskóli á landinu sem býður upp á nám af þessu tagi.

Þjóðlagasveitin Þula býður upp á tónlistarflutning við öll tækifæri til dæmis veislur, afmæli, hátíðir og aðra viðburði fyrir fyrirtæki, félagasamtök, einstaklinga eða hópa í fjáröflunarskini fyrir tónlistarferð á þjóðlagahátíð á Spáni í sumar. Efnisskrá hópsins gæti verið allt frá fáum lögum að heilli klukkustund og kynningar farið fram á íslensku, ensku, þýsku eða dönsku. Hægt er að kynnast Þjóðlagasveitinni Þulu betur á Facebook síðu sveitarinnar og senda ósk um viðburð með skilaboðum þar. Einnig er að fara af stað söfnun fyrir ferðinni á Karolina Fund.

 

Þjóðlagasveitin Þula.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér