Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta fjölhæfum tónlistarnemendum á aldrinum 14-17 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs, sem hafa um fimm ára skeið æft íslenska þjóðlagatónlist sér til gleði en einnig til vitundarvakningar á íslenska tónlistararfinum. Þjóðlagasveitin hefur komið víða fram og hvarvetna vakið athygli fyrir gleði og skemmtilega framkomu. Sveitin hélt tónleika á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í fyrra; komst í úrslit Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna í Eldborg Hörpu og tók þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík, svo nokkuð sé nefnt. Nýlega tók sveitin þátt í alþjóðlegri þjóðlagahátíð í Barcelona á Spáni. Óhætt er að segja að Þula hafi vakið mikla athygli enda kemur hljómsveitin fram í íslenskum þjóðbúningum.
Tónlistarskóli Kópavogs er eina tónlistarskóli á landinu sem býður upp á nám af þessu tagi.
Þjóðlagasveitin Þula býður upp á tónlistarflutning við öll tækifæri til dæmis veislur, afmæli, hátíðir og aðra viðburði fyrir fyrirtæki, félagasamtök, einstaklinga eða hópa í fjáröflunarskini fyrir tónlistarferð á þjóðlagahátíð á Spáni í sumar. Efnisskrá hópsins gæti verið allt frá fáum lögum að heilli klukkustund og kynningar farið fram á íslensku, ensku, þýsku eða dönsku. Hægt er að kynnast Þjóðlagasveitinni Þulu betur á Facebook síðu sveitarinnar og senda ósk um viðburð með skilaboðum þar. Einnig er að fara af stað söfnun fyrir ferðinni á Karolina Fund.