Þjónusta við börn og ungmenni efld

Fjölmargar úrbótatillögur og ný verkefni sem snúa að vinnu með börnum og ungmennum hafa litið dagsins ljós hjá Kópavogsbæ í tengslum við aukna samvinnu mennta- og velferðarsviðs. Tilgangur verkefnanna er að þjónustan verði heildstæðari, nái til stærri hóps barna og ungmenna og að meiri áhersla verði á fyrirbyggjandi aðgerðir. Unnið hefur verið að auknu samstarfi frá vorönn 2018.

Þjónusta við börn sem þurfa sértækan stuðning og fjölskyldur þeirra verður aukin. Það felur meðal annars í sér frekari stuðning fyrir börn á almenn sumarnámskeið og að mynda brú milli grunn- og framhaldsskóla þegar kemur að útskrift nemenda sem þarfnast stuðnings. 

Meiri fjölbreytni verður í námskeiðum fyrir börn, ungmenni og foreldra þeirra. Boðið verður upp á kvíðanámskeiðin; Klókir litlir krakkar, Klókir krakka og Haltu kúlinu. Einnig verður boðið upp á foreldrafærninámskeiðið PMTO. 

Í frístundastarfi verður aukin áhersla lögð á þátttöku barna sem hafa annað móðurmál en íslensku og á þátttöku barna sem þurfa sértækan stuðning. Frístundastyrkurinn verður kynntur og leitað leiða til að sem flestir þekki styrkinn og nýti sér hann. 

Í skýrslu samstarfshóps mennta- og velferðarsviðs er verkefnunum lýst en þau eru í heildina 24. Skýrsluna er að finna á vef Kópavogsbæjar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar