Þjónusta við börn og ungmenni efld

Fjölmargar úrbótatillögur og ný verkefni sem snúa að vinnu með börnum og ungmennum hafa litið dagsins ljós hjá Kópavogsbæ í tengslum við aukna samvinnu mennta- og velferðarsviðs. Tilgangur verkefnanna er að þjónustan verði heildstæðari, nái til stærri hóps barna og ungmenna og að meiri áhersla verði á fyrirbyggjandi aðgerðir. Unnið hefur verið að auknu samstarfi frá vorönn 2018.

Þjónusta við börn sem þurfa sértækan stuðning og fjölskyldur þeirra verður aukin. Það felur meðal annars í sér frekari stuðning fyrir börn á almenn sumarnámskeið og að mynda brú milli grunn- og framhaldsskóla þegar kemur að útskrift nemenda sem þarfnast stuðnings. 

Meiri fjölbreytni verður í námskeiðum fyrir börn, ungmenni og foreldra þeirra. Boðið verður upp á kvíðanámskeiðin; Klókir litlir krakkar, Klókir krakka og Haltu kúlinu. Einnig verður boðið upp á foreldrafærninámskeiðið PMTO. 

Í frístundastarfi verður aukin áhersla lögð á þátttöku barna sem hafa annað móðurmál en íslensku og á þátttöku barna sem þurfa sértækan stuðning. Frístundastyrkurinn verður kynntur og leitað leiða til að sem flestir þekki styrkinn og nýti sér hann. 

Í skýrslu samstarfshóps mennta- og velferðarsviðs er verkefnunum lýst en þau eru í heildina 24. Skýrsluna er að finna á vef Kópavogsbæjar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

bjorn
Saga Kópavogs
Fovarnaruthlutun2020
Kopav_flokkar__200x180_forsida
menningarstyrkir
Kako með kristjáni Jóhannessyni í Hörpu 07.12.2014
vodafone_310x400
kirsuber
PicsArt_18_6_2014 22_50_38