Þjónusta við börn og ungmenni efld

Fjölmargar úrbótatillögur og ný verkefni sem snúa að vinnu með börnum og ungmennum hafa litið dagsins ljós hjá Kópavogsbæ í tengslum við aukna samvinnu mennta- og velferðarsviðs. Tilgangur verkefnanna er að þjónustan verði heildstæðari, nái til stærri hóps barna og ungmenna og að meiri áhersla verði á fyrirbyggjandi aðgerðir. Unnið hefur verið að auknu samstarfi frá vorönn 2018.

Þjónusta við börn sem þurfa sértækan stuðning og fjölskyldur þeirra verður aukin. Það felur meðal annars í sér frekari stuðning fyrir börn á almenn sumarnámskeið og að mynda brú milli grunn- og framhaldsskóla þegar kemur að útskrift nemenda sem þarfnast stuðnings. 

Meiri fjölbreytni verður í námskeiðum fyrir börn, ungmenni og foreldra þeirra. Boðið verður upp á kvíðanámskeiðin; Klókir litlir krakkar, Klókir krakka og Haltu kúlinu. Einnig verður boðið upp á foreldrafærninámskeiðið PMTO. 

Í frístundastarfi verður aukin áhersla lögð á þátttöku barna sem hafa annað móðurmál en íslensku og á þátttöku barna sem þurfa sértækan stuðning. Frístundastyrkurinn verður kynntur og leitað leiða til að sem flestir þekki styrkinn og nýti sér hann. 

Í skýrslu samstarfshóps mennta- og velferðarsviðs er verkefnunum lýst en þau eru í heildina 24. Skýrsluna er að finna á vef Kópavogsbæjar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem