Bætum þjónustuna við innflytjendur í Kópavogi

Angelina Belistov , 7. sæti á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Angelina Belistov , 7. sæti á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Í Kópavogi eru fleiri innflytjendur en fólk almennt heldur – þeir eru um 2500. Þegar fólk flyst í Kópavoginn hvort sem það eru útlendingar eða nýir íslenskir Kópavogsbúar þá vantar betra aðgengi að upplýsingum um almenna þjónustu sem bærinn veitir. Öll þjónusta sem bærinn veitir eins og t.d. varðandi dagforeldra, leik- og grunnskóla, húsaleigubætur, íþróttastyrki fyrir börnin o.s.frv er einungis á íslensku. Aðgengi að þessum upplýsingum er heldur ekki gott fyrir þá sem tala íslensku.

Næstbestiflokkurinn vill bæta þessa þjónustu og við teljum það vera mjög einfalt. Það vantar starfsmann sem getur hjálpað nýjum Kópavogsbúum að koma sér fyrir í bænum og við leggjum til að það verði gerðir upplýsingabæklingar og síða bæjarins uppfærð á fleiri tungumál en ensku. Það fylgir því kostnaður að auka upplýsingaflæði til bæjarbúa en ávinningurinn er margfaldur. Þetta gæti létt á mörgum starfsmönnum að svara einföldum spurningum og þjónusta bæjarins yrði mun skilvirkari.

-Angelina Belistov skipar 7 sætið á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sigurbjorg
Gunnar Bragi Sveinsson
Samfylkingin
SVEITASTORNARKOSNINGAR
Kópavogur
kirkjanposter_05-002
barnamenning_4
Kleifakor
Moronic