Bætum þjónustuna við innflytjendur í Kópavogi

Angelina Belistov , 7. sæti á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Angelina Belistov , 7. sæti á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Í Kópavogi eru fleiri innflytjendur en fólk almennt heldur – þeir eru um 2500. Þegar fólk flyst í Kópavoginn hvort sem það eru útlendingar eða nýir íslenskir Kópavogsbúar þá vantar betra aðgengi að upplýsingum um almenna þjónustu sem bærinn veitir. Öll þjónusta sem bærinn veitir eins og t.d. varðandi dagforeldra, leik- og grunnskóla, húsaleigubætur, íþróttastyrki fyrir börnin o.s.frv er einungis á íslensku. Aðgengi að þessum upplýsingum er heldur ekki gott fyrir þá sem tala íslensku.

Næstbestiflokkurinn vill bæta þessa þjónustu og við teljum það vera mjög einfalt. Það vantar starfsmann sem getur hjálpað nýjum Kópavogsbúum að koma sér fyrir í bænum og við leggjum til að það verði gerðir upplýsingabæklingar og síða bæjarins uppfærð á fleiri tungumál en ensku. Það fylgir því kostnaður að auka upplýsingaflæði til bæjarbúa en ávinningurinn er margfaldur. Þetta gæti létt á mörgum starfsmönnum að svara einföldum spurningum og þjónusta bæjarins yrði mun skilvirkari.

-Angelina Belistov skipar 7 sætið á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn