Bætum þjónustuna við innflytjendur í Kópavogi

Angelina Belistov , 7. sæti á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Angelina Belistov , 7. sæti á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Angelina Belistov , 7. sæti á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi.

Í Kópavogi eru fleiri innflytjendur en fólk almennt heldur – þeir eru um 2500. Þegar fólk flyst í Kópavoginn hvort sem það eru útlendingar eða nýir íslenskir Kópavogsbúar þá vantar betra aðgengi að upplýsingum um almenna þjónustu sem bærinn veitir. Öll þjónusta sem bærinn veitir eins og t.d. varðandi dagforeldra, leik- og grunnskóla, húsaleigubætur, íþróttastyrki fyrir börnin o.s.frv er einungis á íslensku. Aðgengi að þessum upplýsingum er heldur ekki gott fyrir þá sem tala íslensku.

Næstbestiflokkurinn vill bæta þessa þjónustu og við teljum það vera mjög einfalt. Það vantar starfsmann sem getur hjálpað nýjum Kópavogsbúum að koma sér fyrir í bænum og við leggjum til að það verði gerðir upplýsingabæklingar og síða bæjarins uppfærð á fleiri tungumál en ensku. Það fylgir því kostnaður að auka upplýsingaflæði til bæjarbúa en ávinningurinn er margfaldur. Þetta gæti létt á mörgum starfsmönnum að svara einföldum spurningum og þjónusta bæjarins yrði mun skilvirkari.

-Angelina Belistov skipar 7 sætið á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar