Í Kópavogi eru fleiri innflytjendur en fólk almennt heldur – þeir eru um 2500. Þegar fólk flyst í Kópavoginn hvort sem það eru útlendingar eða nýir íslenskir Kópavogsbúar þá vantar betra aðgengi að upplýsingum um almenna þjónustu sem bærinn veitir. Öll þjónusta sem bærinn veitir eins og t.d. varðandi dagforeldra, leik- og grunnskóla, húsaleigubætur, íþróttastyrki fyrir börnin o.s.frv er einungis á íslensku. Aðgengi að þessum upplýsingum er heldur ekki gott fyrir þá sem tala íslensku.
Næstbestiflokkurinn vill bæta þessa þjónustu og við teljum það vera mjög einfalt. Það vantar starfsmann sem getur hjálpað nýjum Kópavogsbúum að koma sér fyrir í bænum og við leggjum til að það verði gerðir upplýsingabæklingar og síða bæjarins uppfærð á fleiri tungumál en ensku. Það fylgir því kostnaður að auka upplýsingaflæði til bæjarbúa en ávinningurinn er margfaldur. Þetta gæti létt á mörgum starfsmönnum að svara einföldum spurningum og þjónusta bæjarins yrði mun skilvirkari.
-Angelina Belistov skipar 7 sætið á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi