Þjónustukönnun fyrir Kópavog

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Capacent gerði í lok síðasta árs þjónustukönnun meðal íbúa stærstu sveitarfélaga landsins og spurði hversu ánægðir eða óánægðir íbúar eru með hina ýmsu þjónustuþætti sem að þeim snúa. Það er ánægjulegt að 88% íbúa í Kópavogi eru ánægð með bæjarfélagið sem stað til að búa á og sama prósenta er ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar í Kópavogi og má örugglega þakka öflugum íþróttafélögum hluta þeirrar niðurstöðu.

Kópavogsbúar eru frekar ánægðir með sitt nánasta umhverfi (79%), þjónusta leikskólanna fær fína einkunn (76% ) en þjónusta grunnskólanna heldur lakari (69%).

Athygli vekur hinsvegar hvað bærinn skorar lágt í þjónustu við fatlaða en aðeins 40% íbúa eru ánægð með þjónustu bæjarins þar. Enn fremur skorar Kópavogur lágt í skipulagsmálum með aðeins 48% íbúa ánægða en 20% verulega óánægða og skora skipulagsmálin lang hæst yfir alla þjónustuþættina í flokki verulega óánægðra íbúa.

Aðeins 55% Kópavogsbúa eru ánægð með þjónustu við aldraða borgara í Kópavogi og 61% íbúa eru ánægð með þjónustu við barnafjölskyldur.

Það er því ljóst samkvæmt þessari könnun að verulegt rými er til úrbóta, sér í lagi í félagslegum málefnum eins og í málaflokki fatlaðra, aldraðra og barnafjölskyldna. Lausnir og úrbætur í þeim málaflokkum kosta fé og ljóst að þar verður að bæta í með nýrri forgangsröðun og að auknar tekjur bæjarfélagsins fari í þessa málaflokka.

Sérstaka athygli vekur mikil óánægja Kópavogsbúa með skipulagsmál almennt í bæjarfélaginu. Þar eru miklir möguleikar til úrbóta, án þess að það þurfi að kosta til miklum fjármunum. Þar ber hæst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum, að íbúar séu hafðir með í ráðum þegar verið er að fjalla um þeirra nánasta umhverfi og hlustað á tillögur þeirra. Íbúar finni að bæjaryfirvöld séu að vinna í skipulagsmálum með hagsmuni íbúanna í huga. Það vinnulag mun skila okkur áfram veginn og hærri einkunn í næstu þjónustukönnun.

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér