Þjónustuver Kópavogs að Digranesvegi 1

Þjónustuver Kópavogs er flutt að Digranesvegi 1 úr Fannborg 2. Bæjarskrifstofur Kópavogs flytja í áföngum á þessu ári og er nú mestur hluti stjórnsýslusviðs og menntasvið Kópavogsbæjar flutt að Digranesvegi 1.

Þjónustuverið er opið sem fyrr mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8 til 16 en á föstudögum frá klukkan 8 til 15.

Flutningarnir eru annar áfangi flutninga bæjarskrifstofa Kópavogs sem hafa verið til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Í næsta áfanga flytur umhverfissvið bæjarins en það er enn um sinn til húsa í Fannborg 2 og 6.

Auk Þjónustuvers Kópavogsbæjar eru nú til húsa að Digranesvegi 1, bæjarstjóri, launadeild, ut-deild, innheimta, lögfræðideild og sérfræðingar stjórnsýslusviðs. Þá er menntasvið flutt en því tilheyra daggæsla, leik- og grunnskólar, frístundir og íþróttamál.

Afgreiðsla skipulagsdeildar og byggingafulltrúa er enn um sinn að Fannborg 6 og afgreiðsla velferðarsviðs að Fannborg 4.

Símanúmer bæjarskrifstofa er 441 0000.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

3-13
v2ArnthorFlatey
Ingibjörg Hinriksdóttir
Ged-1
frmbjóðendur
2014.05-To be-ISL
Símamótið
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
nem2014