Þjónustuver Kópavogs að Digranesvegi 1

Þjónustuver Kópavogs er flutt að Digranesvegi 1 úr Fannborg 2. Bæjarskrifstofur Kópavogs flytja í áföngum á þessu ári og er nú mestur hluti stjórnsýslusviðs og menntasvið Kópavogsbæjar flutt að Digranesvegi 1.

Þjónustuverið er opið sem fyrr mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8 til 16 en á föstudögum frá klukkan 8 til 15.

Flutningarnir eru annar áfangi flutninga bæjarskrifstofa Kópavogs sem hafa verið til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Í næsta áfanga flytur umhverfissvið bæjarins en það er enn um sinn til húsa í Fannborg 2 og 6.

Auk Þjónustuvers Kópavogsbæjar eru nú til húsa að Digranesvegi 1, bæjarstjóri, launadeild, ut-deild, innheimta, lögfræðideild og sérfræðingar stjórnsýslusviðs. Þá er menntasvið flutt en því tilheyra daggæsla, leik- og grunnskólar, frístundir og íþróttamál.

Afgreiðsla skipulagsdeildar og byggingafulltrúa er enn um sinn að Fannborg 6 og afgreiðsla velferðarsviðs að Fannborg 4.

Símanúmer bæjarskrifstofa er 441 0000.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að