Þjónustuver Kópavogs að Digranesvegi 1

Þjónustuver Kópavogs er flutt að Digranesvegi 1 úr Fannborg 2. Bæjarskrifstofur Kópavogs flytja í áföngum á þessu ári og er nú mestur hluti stjórnsýslusviðs og menntasvið Kópavogsbæjar flutt að Digranesvegi 1.

Þjónustuverið er opið sem fyrr mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8 til 16 en á föstudögum frá klukkan 8 til 15.

Flutningarnir eru annar áfangi flutninga bæjarskrifstofa Kópavogs sem hafa verið til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Í næsta áfanga flytur umhverfissvið bæjarins en það er enn um sinn til húsa í Fannborg 2 og 6.

Auk Þjónustuvers Kópavogsbæjar eru nú til húsa að Digranesvegi 1, bæjarstjóri, launadeild, ut-deild, innheimta, lögfræðideild og sérfræðingar stjórnsýslusviðs. Þá er menntasvið flutt en því tilheyra daggæsla, leik- og grunnskólar, frístundir og íþróttamál.

Afgreiðsla skipulagsdeildar og byggingafulltrúa er enn um sinn að Fannborg 6 og afgreiðsla velferðarsviðs að Fannborg 4.

Símanúmer bæjarskrifstofa er 441 0000.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn