Þór Jónsson kærður til Persónuverndar fyrir að birta meðmælendalista.

Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrum upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.
Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrum upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.

Persónuvernd hefur til athugunar lögmæti þess að Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, birti opinberlega meðmælendalista framboðanna í Kópavogi í síðastliðnum sveitarstjórnarkosningum.

Þór segist ekkert hafa á móti því að úrskurður sé kveðinn upp um málið.

„Ég vildi láta reyna á lögin,“ segir Þór. „Yfirkjörstjórn í Kópavogi var sammála mér um að ég ætti kröfu samkvæmt upplýsingalögum á því að fá gögnin afhent. Mér finnst svo liggja í augum uppi að ég megi birta upplýsingar sem eru opinberar og aðgengilegar hverjum sem er á grundvelli upplýsingalaga.“

Uppnám varð í röðum Pírata og Næstbesta flokksins fyrir kosningar, þegar kom til tals að birta meðmælendalistana, en þeir eru skilyrði fyrir því að framboð teljist fullgilt.

„Píratar töldu þetta vera trúnaðargögn, en standa svo vörð um leka á trúnaðargögnum. Næstbesti flokkurinn taldi það jafngilda njósnum Stasí að veita aðgang að gögnunum. Hvort tveggja er út í bláinn. Um er að ræða opinbera yfirlýsingu til stjórnvalda um að framboð njóti tiltekins stuðnings og almenningur á rétt á því að fylgjast með störfum stjórnsýslunnar.“

Einn af meðmælendunum kærði  birtingu Þórs á meðmælendalistunum til Persónuverndar vegna þess að hann taldi að lög um persónuvernd hefðu verið brotin með því að ljóstra upp um hvaða framboð hann studdi og mælti með.

„Það er ekki eins og kosningaleyndinni hafi verið aflétt,“ segir Þór. „Það er vafamál að telja megi undirskrift á meðmælendalista samkvæmt kosningalögum upplýsingar um stjórnmálaskoðun, hvað þá viðkvæmar upplýsingar sem leynt eigi að fara, enda geta helstu sprautur í stjórnmálastarfi eins og sérstakir meðmælendur framboða ekki vænst annars en að um þær sé fjallað opinberlega. Innsýn í störf stjórnvalda er lýðræðislegur réttur borgaranna til að þeir geti veitt þeim aðhald og birtingin er varin af tjáningarfrelsinu.“

Meðmælendalistar stjórnmálaflokkanna sem buðu fram í síðustu sveitastjórnarkosningum eru birtir á facebook síðu Þórs Jónssonar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér