Þór Jónsson kærður til Persónuverndar fyrir að birta meðmælendalista.

Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrum upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.
Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrum upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.
Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrum upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.

Persónuvernd hefur til athugunar lögmæti þess að Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, birti opinberlega meðmælendalista framboðanna í Kópavogi í síðastliðnum sveitarstjórnarkosningum.

Þór segist ekkert hafa á móti því að úrskurður sé kveðinn upp um málið.

„Ég vildi láta reyna á lögin,“ segir Þór. „Yfirkjörstjórn í Kópavogi var sammála mér um að ég ætti kröfu samkvæmt upplýsingalögum á því að fá gögnin afhent. Mér finnst svo liggja í augum uppi að ég megi birta upplýsingar sem eru opinberar og aðgengilegar hverjum sem er á grundvelli upplýsingalaga.“

Uppnám varð í röðum Pírata og Næstbesta flokksins fyrir kosningar, þegar kom til tals að birta meðmælendalistana, en þeir eru skilyrði fyrir því að framboð teljist fullgilt.

„Píratar töldu þetta vera trúnaðargögn, en standa svo vörð um leka á trúnaðargögnum. Næstbesti flokkurinn taldi það jafngilda njósnum Stasí að veita aðgang að gögnunum. Hvort tveggja er út í bláinn. Um er að ræða opinbera yfirlýsingu til stjórnvalda um að framboð njóti tiltekins stuðnings og almenningur á rétt á því að fylgjast með störfum stjórnsýslunnar.“

Einn af meðmælendunum kærði  birtingu Þórs á meðmælendalistunum til Persónuverndar vegna þess að hann taldi að lög um persónuvernd hefðu verið brotin með því að ljóstra upp um hvaða framboð hann studdi og mælti með.

„Það er ekki eins og kosningaleyndinni hafi verið aflétt,“ segir Þór. „Það er vafamál að telja megi undirskrift á meðmælendalista samkvæmt kosningalögum upplýsingar um stjórnmálaskoðun, hvað þá viðkvæmar upplýsingar sem leynt eigi að fara, enda geta helstu sprautur í stjórnmálastarfi eins og sérstakir meðmælendur framboða ekki vænst annars en að um þær sé fjallað opinberlega. Innsýn í störf stjórnvalda er lýðræðislegur réttur borgaranna til að þeir geti veitt þeim aðhald og birtingin er varin af tjáningarfrelsinu.“

Meðmælendalistar stjórnmálaflokkanna sem buðu fram í síðustu sveitastjórnarkosningum eru birtir á facebook síðu Þórs Jónssonar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar