Þóra Margrét Þórarinsdóttir gefur kost á sér í 2. – 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Þóra Þórarinsdóttir.
Þóra Þórarinsdóttir.

Þóra hefur viðtæka reynslu í atvinnulífinu. Hún hefur unnið við: Landbúnaðarstörf, fiskverkun, fjármálastjóri MH 1996 -1999, framkvæmdastjórn saltfiskverkunarinnar Útvers á Bakkafirði, setið í verkefnisstjórn við stofnun leikskóla Skeggjastaðahrepps, eðlisfræði- og tungumálakennsla við grunnskóla, rekið fjarvinnslufyrirtæki, innkaupa-og skrifstofustjóri hjá Hagkaup, almenn verslunarstörf,  tölvukennsla v. framhaldskóla, rekstrarstjóri líftæknifyrirtækis, markaðsstjóri Landmælinga Íslands og er núverandi framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags þar sem hún hóf störf í maí 2001. Situr nú í stjórn Skálatúns í Mosfellsbæ og er starfandi stjórnarformaður Íslenskar Getspár.

Þóra er með Bs. próf í landafræði frá HÍ. Auk þess viðskipta- og rekstrarnám frá Endurmenntun HÍ og MBA nám frá HÍ 2011. Hún hefur einnig stundað MBA nám við háskóla í Bandaríkjunum  2006.

Þóra hefur tekið þátt í pólitísku starfi Sjálfstæðisflokksins og gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn.  Hefur setið í skipulags- og félagsmálanefnd  Kópavogsbæjar.  Félagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi frá 2000. Þóra hefur tekið virkan þátt í starfi Lútherskrar hjónahelgar á Íslandi og alþjóðlegu samstarfi þeirra samtaka s.l. 14 ár. Situr og hefur setið í fjölmörgum nefndum á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands.

Þóra fluttist í Kópavoginn 1995. Hún er gift Sr. Gunnari Sigurjónssyni sóknarpresti í Digraneskirkju og sterkasta presti í heimi. Þau eiga tvö börn.  Önnu Margréti fædda 1990, snyrtifræðing og nema.  Ara Þór fæddan 1993 sem stundar nú nám við VFS í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

NEM_Hopura
Hamraborg-26-copy
Fovarnaruthlutun2020
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Donata H. Bukowska, ráðgjafi erlendra nema, skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar til bæjarstjórnar Kópavogs.
VG
Orri-1
skidi
Þverpólitísk sátt í Kópavogi.