Þóra Margrét Þórarinsdóttir gefur kost á sér í 2. – 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Þóra Þórarinsdóttir.
Þóra Þórarinsdóttir.

Þóra hefur viðtæka reynslu í atvinnulífinu. Hún hefur unnið við: Landbúnaðarstörf, fiskverkun, fjármálastjóri MH 1996 -1999, framkvæmdastjórn saltfiskverkunarinnar Útvers á Bakkafirði, setið í verkefnisstjórn við stofnun leikskóla Skeggjastaðahrepps, eðlisfræði- og tungumálakennsla við grunnskóla, rekið fjarvinnslufyrirtæki, innkaupa-og skrifstofustjóri hjá Hagkaup, almenn verslunarstörf,  tölvukennsla v. framhaldskóla, rekstrarstjóri líftæknifyrirtækis, markaðsstjóri Landmælinga Íslands og er núverandi framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags þar sem hún hóf störf í maí 2001. Situr nú í stjórn Skálatúns í Mosfellsbæ og er starfandi stjórnarformaður Íslenskar Getspár.

Þóra er með Bs. próf í landafræði frá HÍ. Auk þess viðskipta- og rekstrarnám frá Endurmenntun HÍ og MBA nám frá HÍ 2011. Hún hefur einnig stundað MBA nám við háskóla í Bandaríkjunum  2006.

Þóra hefur tekið þátt í pólitísku starfi Sjálfstæðisflokksins og gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn.  Hefur setið í skipulags- og félagsmálanefnd  Kópavogsbæjar.  Félagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi frá 2000. Þóra hefur tekið virkan þátt í starfi Lútherskrar hjónahelgar á Íslandi og alþjóðlegu samstarfi þeirra samtaka s.l. 14 ár. Situr og hefur setið í fjölmörgum nefndum á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands.

Þóra fluttist í Kópavoginn 1995. Hún er gift Sr. Gunnari Sigurjónssyni sóknarpresti í Digraneskirkju og sterkasta presti í heimi. Þau eiga tvö börn.  Önnu Margréti fædda 1990, snyrtifræðing og nema.  Ara Þór fæddan 1993 sem stundar nú nám við VFS í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að