Þóra Margrét Þórarinsdóttir gefur kost á sér í 2. – 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Þóra Þórarinsdóttir.
Þóra Þórarinsdóttir.

Þóra hefur viðtæka reynslu í atvinnulífinu. Hún hefur unnið við: Landbúnaðarstörf, fiskverkun, fjármálastjóri MH 1996 -1999, framkvæmdastjórn saltfiskverkunarinnar Útvers á Bakkafirði, setið í verkefnisstjórn við stofnun leikskóla Skeggjastaðahrepps, eðlisfræði- og tungumálakennsla við grunnskóla, rekið fjarvinnslufyrirtæki, innkaupa-og skrifstofustjóri hjá Hagkaup, almenn verslunarstörf,  tölvukennsla v. framhaldskóla, rekstrarstjóri líftæknifyrirtækis, markaðsstjóri Landmælinga Íslands og er núverandi framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags þar sem hún hóf störf í maí 2001. Situr nú í stjórn Skálatúns í Mosfellsbæ og er starfandi stjórnarformaður Íslenskar Getspár.

Þóra er með Bs. próf í landafræði frá HÍ. Auk þess viðskipta- og rekstrarnám frá Endurmenntun HÍ og MBA nám frá HÍ 2011. Hún hefur einnig stundað MBA nám við háskóla í Bandaríkjunum  2006.

Þóra hefur tekið þátt í pólitísku starfi Sjálfstæðisflokksins og gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn.  Hefur setið í skipulags- og félagsmálanefnd  Kópavogsbæjar.  Félagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi frá 2000. Þóra hefur tekið virkan þátt í starfi Lútherskrar hjónahelgar á Íslandi og alþjóðlegu samstarfi þeirra samtaka s.l. 14 ár. Situr og hefur setið í fjölmörgum nefndum á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands.

Þóra fluttist í Kópavoginn 1995. Hún er gift Sr. Gunnari Sigurjónssyni sóknarpresti í Digraneskirkju og sterkasta presti í heimi. Þau eiga tvö börn.  Önnu Margréti fædda 1990, snyrtifræðing og nema.  Ara Þór fæddan 1993 sem stundar nú nám við VFS í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér