Þórður Guðmundsson er Eldhugi Kópavogs

Þórður Guðmundsson
Sævar Þór Georsson, úr Rótarýklúbb Kópavogs, Þórður Guðmundsson, Eldhugi Kópavogs, og Bryndís Torfadóttir, formaður Rótarýklúbbs Kópavogs.
Sævar Þór Georsson, úr Rótarýklúbb Kópavogs, Þórður Guðmundsson, Eldhugi Kópavogs, og Bryndís Torfadóttir, formaður Rótarýklúbbs Kópavogs.

Stærðfræðikennarinn, afrekshlauparinn, Heiðursblikinn og formaður Sögufélags Kópavogs, Þórður Guðmundsson var í vikunni útnefndur Eldhugi Kópavogs. Heiðurinn hlýtur hann fyrir ötul störf sín í félagsmálum og frumkvöðlastarf Sögufélagsins.

Fyrstu fimm ár ævinnar ólst Þórður upp í hinu margfræga Unuhúsi við Garðarstræti 15 í Reykjavík. Foreldrar hans, Guðmundur Gíslason og Guðný Þórðardóttir, reistu hús að Vallargerði 6 árið 1950. Þórður var alinn upp við Vallargerðisvöllinn sem var fyrsti og eini fótboltavöllur í Kópavogi um árabil. Skiljanlega hafði það mikil áhrif á áhuga hans á íþróttum, sem beindist í fyrstu einkum að fótbolta.

Hann var virkur félagi í Ungmennafélaginu Breiðablik, fyrst í fótbolta og síðar í frjálsum íþróttum. Hann sigraði í 1500 metra hlaupi á tveimur Landsmótum UMFÍ og var um tíma í landslið Íslands í hlaupum. Þórður sat í um 30 ár í stjórn Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Árið 2000 hlaut hann æðstu viðurkenningu Breiðabliks: „Heiðursbliki.“ Árið 2005 hlaut hann gullmerki ÍSÍ og félagsmálaskjöld UMSK. Þórður starfaði sem stærðfræðikennari við Víghólsskóla og Digranesskóla í 35 ár. Síðustu árin hefur Sögufélag Kópavogs átt hug hans allan en hann endurreisti það félag ásamt Frímanni Inga Helgasyni árið 2011.

Í þakkarræðu sinni sagðist Þórður taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd Sögufélags Kópavogs þar sem félagsmenn hafa unnið ötult og óeigingjarnt starf við að hlúa að og varðveita sögu bæjarins.

Þórður flutti skemmtilegt ávarp eftir athöfnina og sagði sögur af mönnum og stöðum í Kópavogi sem hann hefur heyrt í starfi sínu fyrir Sögufélagið.
Þórður flutti skemmtilegt ávarp eftir athöfnina og sagði sögur af mönnum og stöðum í Kópavogi sem hann hefur heyrt í starfi sínu fyrir Sögufélagið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar