Þórður Guðmundsson er Eldhugi Kópavogs

Sævar Þór Georsson, úr Rótarýklúbb Kópavogs, Þórður Guðmundsson, Eldhugi Kópavogs, og Bryndís Torfadóttir, formaður Rótarýklúbbs Kópavogs.
Sævar Þór Georsson, úr Rótarýklúbb Kópavogs, Þórður Guðmundsson, Eldhugi Kópavogs, og Bryndís Torfadóttir, formaður Rótarýklúbbs Kópavogs.

Stærðfræðikennarinn, afrekshlauparinn, Heiðursblikinn og formaður Sögufélags Kópavogs, Þórður Guðmundsson var í vikunni útnefndur Eldhugi Kópavogs. Heiðurinn hlýtur hann fyrir ötul störf sín í félagsmálum og frumkvöðlastarf Sögufélagsins.

Fyrstu fimm ár ævinnar ólst Þórður upp í hinu margfræga Unuhúsi við Garðarstræti 15 í Reykjavík. Foreldrar hans, Guðmundur Gíslason og Guðný Þórðardóttir, reistu hús að Vallargerði 6 árið 1950. Þórður var alinn upp við Vallargerðisvöllinn sem var fyrsti og eini fótboltavöllur í Kópavogi um árabil. Skiljanlega hafði það mikil áhrif á áhuga hans á íþróttum, sem beindist í fyrstu einkum að fótbolta.

Hann var virkur félagi í Ungmennafélaginu Breiðablik, fyrst í fótbolta og síðar í frjálsum íþróttum. Hann sigraði í 1500 metra hlaupi á tveimur Landsmótum UMFÍ og var um tíma í landslið Íslands í hlaupum. Þórður sat í um 30 ár í stjórn Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Árið 2000 hlaut hann æðstu viðurkenningu Breiðabliks: „Heiðursbliki.“ Árið 2005 hlaut hann gullmerki ÍSÍ og félagsmálaskjöld UMSK. Þórður starfaði sem stærðfræðikennari við Víghólsskóla og Digranesskóla í 35 ár. Síðustu árin hefur Sögufélag Kópavogs átt hug hans allan en hann endurreisti það félag ásamt Frímanni Inga Helgasyni árið 2011.

Í þakkarræðu sinni sagðist Þórður taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd Sögufélags Kópavogs þar sem félagsmenn hafa unnið ötult og óeigingjarnt starf við að hlúa að og varðveita sögu bæjarins.

Þórður flutti skemmtilegt ávarp eftir athöfnina og sagði sögur af mönnum og stöðum í Kópavogi sem hann hefur heyrt í starfi sínu fyrir Sögufélagið.
Þórður flutti skemmtilegt ávarp eftir athöfnina og sagði sögur af mönnum og stöðum í Kópavogi sem hann hefur heyrt í starfi sínu fyrir Sögufélagið.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér