Þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef kannabisefni verða lögleidd hér á landi

Davíð Bergmann Davíðsson er uppalinn í Kópavogi og starfar sem meðferðarfulltrúi á Stuðlum.
Davíð Bergmann Davíðsson er uppalinn í Kópavogi og starfar sem meðferðarfulltrúi á Stuðlum.
Davíð Bergmann Davíðsson er uppalinn í Kópavogi og starfar sem meðferðarfulltrúi á Stuðlum.

Ég held að ég sé endalega kominn á þá skoðun að lögleiðing kannabisefna hér á landi væri algjört glapræði. Í því samhengi eru mér nokkrir drengir mjög minnisstæðir sem ég kynntist fyrir þremur til fjórum árum. Þá komu þeir fyrst til meðferðar. Þeir sáu ekki sólina fyrir kannabisplöntunni og hver lækningamáttur hennar er og hversu skaðlaus hún væri. Í þeirra augum var þetta töfralyfið. Þeir voru í sífelltum samanburði við áfengi og hversu hættulegt það væri miðað við THC.

Stór hluti af þessum drengjum eru staddir á slæmum stað í dag eða yfir 90%

Eitt er á hreinu að þeir eru ekki nýtir þjóðfélagsþegnar og langt því frá. Þeir eru frekar þung byrgði á samfélaginu. Ég stórlega efast um að þeir verði einhverntímann nýtir þjóðfélagsþegnar nema að það verði algjört kraftaverk í þeirra lífi, þar að segja ef það er ekki orðið of seint nú þegar.

Einn tjáði mér að hann þyrfti að afla sér að meðaltali 45.000 krónur á dag fyrir neysluna sína. Það er 1.350.000 krónur á mánuði. Ég er að tala um mann sem er innan við tvítugt. Hann er ómenntaður og stundar ekki vinnu. Hann hefur enga eða sáralitla reynslu af atvinnumarkaði. Hann hefur ekki verið í hefbundnu námi síðan að hann var 13-14 ára, nema þá að nafninu til. Hans leiðir til fjármögnunnar er með þjófnaði, vændi eða með sölu fíkniefna. Gjaldmiðill eins og kjöt úr stórmörkuðum eða hvað annað er notað og það eru engin takmörk hversu menn leggjast lágt í þessum heimi til að eiga fyrir næsta skammti. 

Hér á landi eru komin öfl eins og austur evrópskar mafíur sem hafa stjórn á ákveðnum hluta af fíkniefnamarkaðinum í samvinnu við íslenska aðila. Sem er hryllileg þróunn að mínu mati. 

Síðan er það læknadópið sem annar kapituli út af fyrir sig sem keyrir þessa einstaklinga mjög hratt niður í svaðið. Það er hroðalegt að sjá ungt fólk sem er smitað af lifrabólgu og eyðni og veslast upp langt fyrir aldur fram vegna sprautunotkunar.

Ég spái því áður en langt um líður verður uppkjör í undirheimunum því það er miklu eftir að slægast. Það verður ekki langt að bíða að hérna verði til heróín markaður því hvað gera morfínfíklarnir þegar það verður búið að girða endanlega fyrir læknadópið, sem mun aldrei takast því miður. 

Ég veit til þess að það hafi verið í gangi lélegt heróín en hvað verður eftir 5 ár ?

Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef kannabisefni verða lögleidd einhvern tímann hér á landi. Ég er ekki farinn að tala um geðheilbrigðiskerfið í þessu samhengi. Ég trúi því að það verður mikið álag á slysadeildum landsins ef það verður gert, því hver á mælikvarðinn að vera hvað á að líða langur tími þar til að viðkomandi er hæfur til að setjast undir stýri ökutækis eftir neyslu THC!

-Davíð Bergmann Davíðsson, meðferðarfulltrúi á Stuðlum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,