Þórir Bergsson nýr formaður knattspyrnudeildar HK

Þórir Bergsson er nýr formaður knattspyrnudeildar HK.
Þórir Bergsson er nýr formaður knattspyrnudeildar HK.

Þórir Bergsson var kjörinn formaður knattspyrnudeildar HK á aðalfundi deildarinnar. Hann tekur við af Þorsteini Hallgrímssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Baldur Már Bragason var kjörinn varaformaður deildarinnar og með þeim í stjórn voru kjörin þau Kristín Guðmundsdóttir, Sigvaldi Einarsson og Halldór Valdimarsson en Halldór, sem áður var formaður deildarinnar, kemur nú til starfa á ný eftir nokkurra ára hlé.

Baldur Már hætti jafnframt sem formaður Barna- og unglingaráðs og Valgerður María Gunnarsdóttir var kjörin formaður ráðsins í hans stað.

Þórir Bergsson er fimmtugur Kópavogsbúi, einn af stofnendum ÍK og lék þar með yngri flokkum og meistaraflokki, og þjálfaði yngri flokka félagsins um langt árabil. Hann þjálfaði síðan yngri flokka hjá HK í mörg ár, ásamt því að þjálfa meistaraflokkinn hluta úr tímabilinu 1998. Þórir hefur gegnt formennsku í meistaraflokksráði karla síðustu árin.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn