Þorláksmessusund

Sú hefð hefur fest sig rækilega í sessi hjá görpum á Íslandi að synda 1500m keppnissund að morgni Þorláksmessu. Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára og þeim hópi tilheyrir alls konar fólk. Bæði er um að ræða fólk sem æfði sund sem börn og unglingar og kallast meðal garpa „gamlir sundmenn“. Þá er einnig fólk sem byrjaði að æfa sund á fullorðinsaldri og hefur æft til lengri eða skemmri tíma. Allir geta verið með en hámarksfjöldi í sundinu er 79 sundmenn. 7-8 sundmenn synda á hverri braut og eru ræstir með 5 sekúndna millibili.

Þorláksmessusundið hófst í Kópavogslaug árið 1990 og í ár verður þetta haldið í 25. skipti. Margir hafa verið með árum saman en þátttökumet á þó Ragnar Marteinsson sem hefur synt 21 sinni og lætur sig ekki vanta núna.

Nokkur önnur sundfélög utan höfuðborgarsvæðisins hafa tekið þennan sið upp og synda sitt eigið Þorláksmessusund. Það mæta þó oft nokkrir sundmenn frá Akranesi, Selfossi og Sauðárkrók í Kópavoginn til að synda.

Undanfarin tvö ár hefur Kópavogsbúinn Jón Margeir Sverrisson verið fljótastur og klárað sundið á u.þ.b. 18 mínútum. Þeir sem eru rólegastir, synda á rúmum 40 mínútum. Þótt einn besti sundmaður þjóðarinnar sé um helmingi fljótari að klára en sá sem síðastur lýkur sundinu er hann ennþá í heita pottinum til að taka á móti þeim rólegustu. Þannig verður munurinn á hröðustu og hægustu sundmönnunum afstæður – allt snýst þetta um að njóta samverunnar og sundsins. Jón Margeir Sverrisson var íþróttakarl Kópavogs 2012 og ólympíufari. Jón er þó langt undir meðalaldri keppenda sem er um 45 ára í ár. Það er öruggt að sund er ein besta þjálfun sem völ er á fyrir fólk á öllum aldri.

Að lokinni pottasetu og spjalli bjóða Sunddeild Breiðabliks og Þríkó upp á morgunmat og gæða kaffi í kjallara sundlaugarinnar og myndast þar mjög góð stemning.

Keppni hefst kl. 8:20 í Kópavogslaug þann 23.12.15.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu sunddeildar Breiðabliks www.breidablik.is/sund

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að