Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari HK.

Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá HK en hann skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára. Þetta kemur fram á vef HK, hk.is.  Auk þjálfunar meistaraflokks mun Þorvaldur koma að uppbyggingu elstu flokka HK.

Þórir Bergsson, formaður knattspyrnudeildar HK og Þorvaldur Örlygsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Mynd: hk.is
Þórir Bergsson, formaður knattspyrnudeildar HK og Þorvaldur Örlygsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Mynd: hk.is

Þorvaldur er 47 ára gamall, er með UEFA-pro þjálfaragráðu frá Englandi, og á langan feril að baki í fótboltanum en hann var landsliðsmaður Íslands um árabil og lék 41 A-landsleik á árunum 1987 til 1995 og skoraði 7 mörk. Hann er einn af fáum íslenskum fótboltamönnum sem hafa skorað þrennu fyrir A-landslið Íslands.

„Við erum mjög ánægðir með að fá Þorvald sem þjálfara hjá HK. Með þessari ráðningu erum við að sýna að HK ætlar af fullum krafti í 1.deildina næsta keppnistímabil. Þorvaldur er reynslumikill þjálfari með mikinn metnað. Auk þess að þjálfa meistaraflokk verður eitt af verkefnum hans að koma að uppbyggingu elstu flokka félagsins sem er gífurlega mikilvægt. Í framhaldi af ráðningu Þorvaldar verður farið í leikmannamál og þau skoðuð á næstu dögum og vikum,“ sagði Þórir Bergsson formaður meistaraflokksráðs karla eftir undirskriftina í viðtali við HK vefinn.

Þorvaldur stjórnaði liði FRAM í hálft sjötta ár, eða þar til hann sagði af sér í júní á þessu ári. Undir hans stjórn varð Fram í þriðja, fjórða og fimmta sæti úrvalsdeildarinnar þrjú fyrstu árin og lék í Evrópukeppni árið 2009.

Þorvaldur tók við Skagamönnum í júní, í erfiðri stöðu við botn úrvalsdeildarinnar. Hann náði ekki að koma þeim þaðan og hætti störfum á Akranesi í haust, eftir að keppnistímabilinu lauk og Skagamenn voru fallnir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér