Hin árlega Þrettándagleði HK verður í dag, mánudaginn 6.janúar, kl 17.00. Að vanda verður blysför farin í kring um knattspyrnuvellina, Skólahljómsveit Kópavogs mun spila jóla- og áramótalög, boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur og skemmtuninni líkur svo með glæsilegri flugeldasýningu Hjálparsveit skáta í Kópavogi.
Einnig verður miðasala á staðnum fyrir Vetrarhátíð HK 25.janúar 2014 og þeir sem hafa nælt sér í miða geta bókað borð á staðnum.