Á þriðja hundrað sjálfboðaliða á Timberlake tónleikunum

Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa.
Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa.  Mynd: hk.is
Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa. Mynd; HK.is

Líkt og flestir vita hélt tónlistamaðurinn Justin Timberlake tónleika í Kórnum í gærkvöldi, sem heppnuðust með eindæmum vel. Í frétt á vef HK segir að stór liður í að tónleikarnir tókust svona vel var ekki síst framlag þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða úr deildum HK.

Á þriðja hundruð sjálfboðaliða hafa síðustu viku verið að vinna mörg ósérhlífin og fjölbreytt verk við undirbúning, framkvæmd og frágang. Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa. Stefnt að því að frágangi ljúki á morgun þriðjudag.

Aðalstjórn HK vill koma fram þakklæti sínu til allra þeirra sem komu að einhverju leiti að þessu verkefni. Þarna sýndi sig hve félagsandinn og kraftur er mikill innan HK.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar