Á þriðja hundrað sjálfboðaliða á Timberlake tónleikunum


Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa.  Mynd: hk.is

Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa. Mynd; HK.is

Líkt og flestir vita hélt tónlistamaðurinn Justin Timberlake tónleika í Kórnum í gærkvöldi, sem heppnuðust með eindæmum vel. Í frétt á vef HK segir að stór liður í að tónleikarnir tókust svona vel var ekki síst framlag þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða úr deildum HK.

Á þriðja hundruð sjálfboðaliða hafa síðustu viku verið að vinna mörg ósérhlífin og fjölbreytt verk við undirbúning, framkvæmd og frágang. Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa. Stefnt að því að frágangi ljúki á morgun þriðjudag.

Aðalstjórn HK vill koma fram þakklæti sínu til allra þeirra sem komu að einhverju leiti að þessu verkefni. Þarna sýndi sig hve félagsandinn og kraftur er mikill innan HK.