Á þriðja hundrað sjálfboðaliða á Timberlake tónleikunum

Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa.
Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa.  Mynd: hk.is
Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa. Mynd; HK.is

Líkt og flestir vita hélt tónlistamaðurinn Justin Timberlake tónleika í Kórnum í gærkvöldi, sem heppnuðust með eindæmum vel. Í frétt á vef HK segir að stór liður í að tónleikarnir tókust svona vel var ekki síst framlag þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða úr deildum HK.

Á þriðja hundruð sjálfboðaliða hafa síðustu viku verið að vinna mörg ósérhlífin og fjölbreytt verk við undirbúning, framkvæmd og frágang. Þetta er umfangsmesta fjáröflunarverkefni sem HK hefur farið í til þessa. Stefnt að því að frágangi ljúki á morgun þriðjudag.

Aðalstjórn HK vill koma fram þakklæti sínu til allra þeirra sem komu að einhverju leiti að þessu verkefni. Þarna sýndi sig hve félagsandinn og kraftur er mikill innan HK.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem