Þrjár systur fá fjórar stjörnur: „Frábært afrek hjá Leikfélagi Kópavogs,“ segir gagnrýnandi

Meistaraverkið Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov er sýnt í Leikhúsinu við Funalind og er að fá frábæra dóma.
Meistaraverkið Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov er sýnt í Leikhúsinu við Funalind og er að fá frábæra dóma.

Leikfélag Kópavogs frumsýndi um helgina stórvirkið Þrjár systur eftir Antons Tsjekhov. Verkið var síðast sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir 16 árum.

„Sviðsetning verksins á  litla sviðinu í Leikhúsi Kópavogs er mjög vel heppnuð. Rúnar Guðbrandsson, sem er einn af bestu leikstjórum landsins, heldur um taumana af næmni og með einstökum skilningi á verkinu og getu leikhópsins. Flæði verksins er hnökralaust og persónur, saga og atvik skýrt teiknuð,“ segir Lárus Vilhjálmsson í gagnrýni sinni á vefnum leiklist.is. Hann bætir því við að leikmynd, búningar og tónlist sé hnökralaus þar sem nostrað sé við hvert smáatriði. Leikhópurinn hjá Leikfélagi Kópavogs sé afar hæfileikaríkur og hann segist ekki verða hissa á að sjá sum þeirra á fjölum atvinnuleikhúsanna á næstu árum.

„Þrjár systur fjalla á táknrænan hátt um hnignun og fall yfirstéttarinnar í Rússlandi og er á vissan hátt fyrirboði byltingarinnar 17 árum síðan. Verkið fjallar líka um fólk, ástir þess og sorgir, gleði og harm. Margir halda kannski að 100 ára gamalt, þriggja tíma leikrit sé leiðinlegt en uppsetning Leikfélags Kópavogs á þessum gullmola leiklistarsögunnar í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar er frábært afrek og gott dæmi um vel heppnað samstarf atvinnufólks og áhugafólks í sviðslistum. Þrjár Systur er sko ekki leiðinlegt. Það er fyndið, skemmtilegt og betra drama en þú sérð nokkurn tíma í sjónvarpinu og ég hvet alla til að fara á þessa æðislegu sýningu sem ég gef hiklaust fjórar stjörnur,“ segir Lárus Vilhjálmsson í dómi sínum sem lesa má nanar hér á leiklist.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér