Þrjú þúsund fermetra lúxus íþróttahús er nýtt sem geymsla fyrir ruslatunnur

Ókláraður draumur í Kórnum

Viðbyggingin, til vinstri við aðalinngang Kórsins, lætur ekki mikið yfir sér en þar undir eru þrjú þúsund fermetrar af ókláruðu rými.
Viðbyggingin, til vinstri við aðalinngang Kórsins, lætur ekki mikið yfir sér en þar undir eru þrjú þúsund fermetrar af ókláruðu rými.

Hún lætur ekki mikið yfir sér, viðbyggingin við hliðina á aðalinngangi Kórsins en þar fyrir innan leynist ókláraður draumur frá árunum fyrir hrun. Líklega veit Justin Timberlake ekki af þessu en í þessari viðbyggingu við Kórinn, þar sem hann heldur risatónleika, er ef til vill ein skýrasta birtingarmynd hrunsins. Þarna átti að vera 25 metra löng sundlaug og spa með endurhæfingu fyrir íþróttamenn með öllum nýjustu tækjunum.

Sundlaugin er þannig útbúin að hægt er að hlaupa á móti straumi, sem nýtist við endurhæfingu íþróttamanna. Það vantar bara vatnið en allar leiðslur eru tilbúnar, og líka í heita pottinn.
Sundlaugin er þannig útbúin að hægt er að hlaupa á móti straumi, sem nýtist við endurhæfingu íþróttamanna. Það vantar bara vatnið en allar leiðslur eru tilbúnar, og líka í heita pottinum sem er næst okkur á myndinni.

Fyrri eigendur þurftu frá að hverfa og eftir standa um þrjú þúsund fermetrar af lúxus íþróttaaðstöðu sem eftir er að klára. Heitir pottar, gufuböð, fundarsalir, skrifstofur og fullkomin aðstaða til líkamsræktar er enn ófrágengin.  Eftir hrun tók Kópavogsbær við íþróttamannvirkjum í Kórnum af Knattspyrnuakademíu Íslands en HK hefur þar nú aðstöðu. Í viðbyggingunni við Kórinn er líka íþróttahús sem er notað fyrir leikfimikennslu grunnskólabarna í hverfinu. Undir þeim íþróttasal er risastór geymsla þar sem við blasa meðal annars raðir af ónotuðum bláum ruslatunnum Kópavogsbæjar.

Þrjú þúsund fermetra geymsla fyrir ruslatunnur.
Þrjú þúsund fermetra geymsla fyrir ruslatunnur.

Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar um hvernig megi nýta þetta mannvirki en ekkert hefur verið ákveðið. Og á meðan karpað er um hver fær að reka líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs standa þrjú þúsund fermetrar af hálfkláraðri lúxus íþróttaaðstöðu ókláraðir undir fótum Justin Timberlake i Kórnum.

Ókláruð íþróttahöll í Kórnum

Líkamsræktarsalurinn hefur aldrei komist í gagnið og er notaður sem geymsla.
Líkamsræktarsalurinn hefur aldrei komist í gagnið og er notaður sem geymsla.
Kórinn er glæsilegt mannvirki.
Kórinn er glæsilegt mannvirki.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér