Þrýst á Margréti Friðriksdóttur að þiggja annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Margrét Friðriksdóttir hefur ekki gefið upp hvort hún ætli að þiggja annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Margrét Friðriksdóttir hefur ekki gefið upp hvort hún ætli að þiggja annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, sem bauð sig fram gegn Ármanni Kr. Ólafssyni, í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri í Kópavogi, hefur ekki gefið upp hvort hún hyggist þiggja sæti á lista flokksins fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Margrét hlaut um 35% atkvæða í fyrsta sætið og rúmlega 1500 atkvæði alls sem gera 55% atkvæða. Hjá innanbúðarmönnum í Sjálfstæðisflokknum þykir það ansi gott þar sem um mótframboð var að ræða gegn sitjandi forystumanni listans og bæjarstjóra. Auk þess var um nýtt framboð að ræða þar sem Margrét hafði aldrei áður gefið kost á sér.

Margrét hefur verið undir feldi með ákvörðun sína. Samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta hafa æðstu valdamenn Sjálfstæðisflokksins, auk almennra flokksmanna og bæjarbúa, lagt hart að henni að hún þiggi annað sætið á lista flokksins enda er talið að hún muni breikka kjósendahópinn og styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á