Þung færð er búin að vera nú síðdegis í efri byggðum Kópavogs. Það er þó aðeins farið að rofa til í Hvörfunum að sögn Hafþórs Óskarssonar, sem starfar hjá Progastro í Ögurhvarfi. „Það var bíll við bíl hér fyrir ofan Ögurhvarf fyrir hálftíma og ekkert gekk en núna er þetta aðeins farið að lagast. Það er komin svolítil bleyta í úrkomuna og skyggni fer batnandi. Það er þó full ástæða til að aka varlega,” segir Hafþór.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.