Þung færð í efri byggðum Kópavogs

Þung færð er búin að vera nú síðdegis í efri byggðum Kópavogs. Það er þó aðeins farið að rofa til í Hvörfunum að sögn Hafþórs Óskarssonar, sem starfar hjá Progastro í Ögurhvarfi. „Það var bíll við bíl hér fyrir ofan Ögurhvarf fyrir hálftíma og ekkert gekk en núna er þetta aðeins farið að lagast. Það er komin svolítil bleyta í úrkomuna og skyggni fer batnandi. Það er þó full ástæða til að aka varlega,” segir Hafþór.

IMG_3499

IMG_3502

Algjört skítaveður út um allan bæ í dag og vegfarendur eru beðnir að fara varlega. Myndir: Kristjana Sveinbjörnsdóttir hjá Progastro, Víkurhvarfi.
Algjört skítaveður hefur verið út um allan bæ í dag og vegfarendur eru beðnir að fara varlega. Myndir: Kristjana Sveinbjörnsdóttir hjá Progastro, Víkurhvarfi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar