Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma

Loftmynd af svæðinu

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000 íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma sem liggur norðan við Suðurlandsveg, skammt austan við Hólmsheiði og Rauðavatn. Um er að ræða jörð sem er í eigu Aflvaka og innan bæjarmarka Kópavogs, en bærinn á einnig sjálfur mikið land á umræddu svæði. Svæðið er utan núverandi vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins en farið verður í viðræður við nágrannasveitarfélögin um breytingu á þeim. Viljayfirlýsingin verður tekin fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar Kópavogs, 13.febrúar næstkomandi.

Um stórhuga áform er að ræða sem fela í sér uppbyggingu á nýju íbúðahverfi með búsetuíbúðaformi, sem sérstaklega verður sniðið að þörfum fólks á þriðja æviskeiðinu (60 ára og eldri). Þá er einnig gert ráð fyrir allt að 1.200 hjúkrunarrýmum á svæðinu þegar það er fullbyggt en það jafngildir um helmingi þeirra hjúkrunarrýma sem fyrirséð er að muni vanta á höfuðborgarsvæðinu á næstu 15 árum. Aukinheldur er fyrirhugað að reisa heilsukjarna þar sem starfrækt verður heilsuhús og nýsköpunarmiðstöð með áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þannig verður leitast við að skapa kjöraðstæður fyrir heilbrigðara líf, félagsskap, útiveru og afþreyingu.

„Gangi áformin eftir er Kópavogsbær ekki aðeins að stíga mikilvægt skref í að leysa stórar áskoranir er snúa að húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins og öldrun þjóðar heldur  er hér um að ræða nýjan og spennandi valkost sem ekki hefur verið í boði áður. Eldri bæjarbúar eru ört vaxandi og fjölbreyttur hópur og mikilvægt að bjóða uppá fleiri búsetumöguleika til að mæta betur þörfum þeirra. Hér eru metnaðarfull áform um uppbyggingu á lífsgæðakjarna sem ríma vel við stefnu Kópavogsbæjar,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. 

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Orri Hlöðversson formaður bæjarráðs, Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags og Andri Sveinsson, stjórnarmaður í Aflvaka Þróunarfélags.

Fjöldi 80 ára og eldri mun tvöfaldast á næstu 15 árum

Stórátak þarf í uppbyggingu húsnæðis og þjónustu fyrir fólk á efri árum. Áætlað er að á næstu 15 árum muni Íslendingum yfir 65 ára aldri fjölga um 70%, úr 50 þúsund í um 85 þúsund. Þá mun fjöldi 80 ára og eldri tvöfaldast á sama tímabili. Þessi mikla fjölgun fólks á þriðja- og fjórða æviskeiðinu felur í sér miklar áskoranir í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Mæta þarf auknum væntingum þessa hóps, meðal annars um sjálfstæða búsetu og fjölbreytta þjónustu. Þá er ljóst að vegna fólksfjölgunar er yfirvofandi verulegur skortur á íbúðahúsnæði. Þetta verkefni er stór þáttur í úrbótum þar á.

Fyrirhugað uppbyggingarsvæði fellur sem áður segir utan núverandi vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins og kallar á breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Grundvallarforsenda þess að ráðist verði í uppbyggingu er að vatnsvernd sé í engu ógnað.   

Heilbrigðis- og öldrunarþjónustan sem byggð verður upp á svæðinu mun þjóna höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. 

Áætlað er að uppbygging á svæðinu muni taka um átta ár eftir að viðeigandi leyfi hafa fengist og að fyrsta áfanga verði lokið á tveimur til þremur árum.

Mikil reynsla af uppbyggingu stórhuga þróunarverkefna

Teymið á bakvið þróunarverkefnið er með mikla reynslu af stórum nýsköpunarverkefnum, meðal annars í heilbrigðistækni. Framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags er Sigurður Stefánsson fyrrum fjármálastjóri CCP og í stjórn félagsins eru þeir Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson eigendur fjárfestingafélagsins Omega ehf., sem átti yfir 10% hlut í Kerecis sem selt var fyrir 180 milljarða á dögunum. Andri Sveinsson var stjórnarformaður Kerecis og Birgir Már Ragnarsson er núverandi stjórnarformaður Sidekick Health. Þeir eru jafnframt eigendur Grósku hugmyndahúss. Í stjórn Aflvaka situr einnig Guðmundur J. Oddsson sem jafnframt er stjórnarmaður í Sidekick Health. 

Nánari upplýsingar um þróunarverkefnið má finna á www.aflvaki.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn