Til hamingju Kópavogsbúar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs.

Þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað í vikunni tillaga meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks um kaup á Digranesvegi 1 fyrir stjórnsýslu Kópavogs var samþykkt einum rómi á bæjarstjórnarfundi. Húsnæðismál stjórnsýslunnar hafa verið í brennidepli síðan haustið 2014 þegar ljóst var að ráðast þyrfti í umfangsmiklar endurbætur á Fannborg 2. Við erum  afar  ánægð með að lyktir þessa máls eru kaup á húsnæði sem ríkir sátt um í bæjarstjórn og vonandi á meðal bæjarbúa. Kostir hússins eru ótalmargir. Aðgengi að húsinu er gott, það stendur á einum fjölfarnasta stað í bænum, vel tengt umferðaræðum og almenningssamgöngum. Menningarhús bæjarins eru skammt undan og verslun og þjónusta innan seilingar. Loks má þess geta að stækkunarmöguleikar gera það að verkum að við getum haft þá framtíðarsýn að stjórnsýslan verði öll í einu húsi. Síðari hluti tillögunnar sem samþykkt var á þriðjudag snýr að því að  að innrétta Hressingarhælið við Kópavogstún fyrir fundi bæjarstjórnar og móttökur á vegum bæjarins. Því ber einnig að fagna, menningarverðmæti þess húss er óumdeilt, það verður glæsileg umgjörð fyrir fundi bæjarstjórnar og viðburði.

Leiðin að þessari niðurstöðu hefur verið hlykkjótt eins og kunnugt er. Ekki var sátt um að flytja bæjarskrifstofur í Norðurturn Smáralindar, og bygging nýs ráðhúss var talin of áhættusöm. Endurbætur á Fannborg virtust blasa við, þó að það lægi alltaf fyrir að þær gætu orðið afar kostnaðarsamar. Einkar ánægjulegt er því að full samstaða ríkir um kaup á Digranesvegi 1. Leiðin er fjárhagslega hagkvæm, húsið kostar minna en áætlaðar viðgerðir á Fannborg og við erum þá laus við þá áhættu sem fylgir því að gera upp gömul hús en slíkar viðgerðir fara nær undantekningarlaust fram úr áætlun. Húsið uppfyllir flestar þarfir sem við höfðum í huga þegar við hófum þessa vegferð. Kópavogsbúar hafa eignast nýjar bæjarskrifstofur á afar góðum stað. Til hamingju öll.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn