Tillaga felld í bæjarráði um að 250 milljónum verði varið til byggingar leiguíbúða í Kópavogi.

Frá framkvæmdum við Þorrasali 1-3 í sumar. Kópavogsbær á nú þegar 400 félagslegar leiguíbúðir.
Frá framkvæmdum við Þorrasali 1-3 í sumar. Kópavogsbær á nú þegar 400 félagslegar leiguíbúðir.

Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs lögðu til, á fundi bæjarráðs í gær, að í fjárhagsáætlun ársins 2014 verið gert ráð fyrir 250 milljónum til byggingar leiguíbúða í Kópavogi. „Þannig komi Kópavogur með virkum hætti að því að fjölga íbúðum á leigumarkaði og þar með lækka leiguverð,“ eins og segir í tillögu fulltrúa Samfylkingar, Næst-besta flokksins og VG.  „Skuldahlutfall Kópavogs fer ört lækkandi og ljóst að markmið um 150% hámark skulda af árstekjum verðu náð fyrr en reglur um fjármál sveitarfélaga gera ráð fyrir.  Það er því mat undirritaðra að það sé svigrúm fyrir sveitarfélagið að koma að lausn þessa mikla vanda sem steðjar einkum að ungu fólki í dag og eins og biðlistar eftir félagslegu húsnæði bera glöggt vitni.“

Bæjarráð felldi tillöguna með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar greiddu atkvæði með henni.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Kópavogsbær á nú þegar 400 félagslegar leiguíbúðir sem er það mesta á hvern íbúa að Reykavík frátalinni. Á þessu ári verða keyptar umtalsvert fleiri íbúðir en undanfarin ár. Þá verður í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sérstaklega horft til félagslega íbúðakerfisins.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem