Tillaga felld í bæjarráði um að 250 milljónum verði varið til byggingar leiguíbúða í Kópavogi.

Frá framkvæmdum við Þorrasali 1-3 í sumar. Kópavogsbær á nú þegar 400 félagslegar leiguíbúðir.
Frá framkvæmdum við Þorrasali 1-3 í sumar. Kópavogsbær á nú þegar 400 félagslegar leiguíbúðir.

Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs lögðu til, á fundi bæjarráðs í gær, að í fjárhagsáætlun ársins 2014 verið gert ráð fyrir 250 milljónum til byggingar leiguíbúða í Kópavogi. „Þannig komi Kópavogur með virkum hætti að því að fjölga íbúðum á leigumarkaði og þar með lækka leiguverð,“ eins og segir í tillögu fulltrúa Samfylkingar, Næst-besta flokksins og VG.  „Skuldahlutfall Kópavogs fer ört lækkandi og ljóst að markmið um 150% hámark skulda af árstekjum verðu náð fyrr en reglur um fjármál sveitarfélaga gera ráð fyrir.  Það er því mat undirritaðra að það sé svigrúm fyrir sveitarfélagið að koma að lausn þessa mikla vanda sem steðjar einkum að ungu fólki í dag og eins og biðlistar eftir félagslegu húsnæði bera glöggt vitni.“

Bæjarráð felldi tillöguna með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar greiddu atkvæði með henni.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Kópavogsbær á nú þegar 400 félagslegar leiguíbúðir sem er það mesta á hvern íbúa að Reykavík frátalinni. Á þessu ári verða keyptar umtalsvert fleiri íbúðir en undanfarin ár. Þá verður í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sérstaklega horft til félagslega íbúðakerfisins.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór