Tilraunakennd vinnustofa fyrir ungt fólk í Gerðarsafni á Safnanótt.

Björk Viggósdóttir, myndlistarmaður, og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, sviðslistamaður, leiða tilraunakennda vinnustofu fyrir ungt fólk (16 ára og eldri) í Gerðarsafni á Safnanótt sem fer fram næstkomandi föstudag 6. febrúar frá klukkan 19-24. Unnið verður með fjölbreytta miðla eins og ljós, speglanir, vídeovörpun og tónlist í samstarfi meðal listamannanna og þátttakenda. Smiðjan hefst tímanlega kl. 19 meðal þátttakenda sem síðar munu opna dyrnar og flytja afrakstur vinnunnar með lifandi viðburði fyrir áhorfendur kl. 22.

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir (f. 1988) lauk B.A námi í fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og stundaði sambærilegt nám í University of Dartington árið 2010. Hún hefur samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga bæði á Íslandi og erlendis. Hún gerði lokaverk Listahátíðar í Reykjavík, sem var dans tveggja listflugvéla, flutt í háloftum fyrir áhorfendur á jörðu niðri og 200 manna þátttökugjörninginn Skínöldu sem haldinn var á Klambratúni 2014, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi Sameinðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, unninn í samstarfi við alþjóðasamtökin UN Women.

Björk Viggósdóttir (f. 1982) hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún hefur komið að fjölbreyttum verkefnum síðan hún útskrifaðist árið 2006 frá Listaháskóla Íslands. Meðal verkefna má nefna dansverkið Fresh Meat, sem hún setti upp ásamt Sigríði Soffíu Níelsdóttur dansara í London og á Íslandi 2009, og hljóðinnsetninguna Soundscape í MMX-galleríinu í Berlín 2010. Einnig sýndi hún vídeóverk í Chelsea Art Museum í New York og tók þátt í Listahátíð Reykjavíkur 2009. Björk hélt einnig eftirminnilega einkasýningu í Hafnarborg þar sem veigamikill hluti innsetningarinnar voru rólur þar sem gestir voru minntir á þyngdarafl jarðar með því að róla sér.

*Takmarkaður fjöldi – skráning fer fram í netfang gerdarsafn@kopavogur.is. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Molann – ungmennahús í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,