Tilraunakennd vinnustofa fyrir ungt fólk í Gerðarsafni á Safnanótt.

Björk Viggósdóttir, myndlistarmaður, og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, sviðslistamaður, leiða tilraunakennda vinnustofu fyrir ungt fólk (16 ára og eldri) í Gerðarsafni á Safnanótt sem fer fram næstkomandi föstudag 6. febrúar frá klukkan 19-24. Unnið verður með fjölbreytta miðla eins og ljós, speglanir, vídeovörpun og tónlist í samstarfi meðal listamannanna og þátttakenda. Smiðjan hefst tímanlega kl. 19 meðal þátttakenda sem síðar munu opna dyrnar og flytja afrakstur vinnunnar með lifandi viðburði fyrir áhorfendur kl. 22.

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir (f. 1988) lauk B.A námi í fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og stundaði sambærilegt nám í University of Dartington árið 2010. Hún hefur samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga bæði á Íslandi og erlendis. Hún gerði lokaverk Listahátíðar í Reykjavík, sem var dans tveggja listflugvéla, flutt í háloftum fyrir áhorfendur á jörðu niðri og 200 manna þátttökugjörninginn Skínöldu sem haldinn var á Klambratúni 2014, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi Sameinðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, unninn í samstarfi við alþjóðasamtökin UN Women.

Björk Viggósdóttir (f. 1982) hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún hefur komið að fjölbreyttum verkefnum síðan hún útskrifaðist árið 2006 frá Listaháskóla Íslands. Meðal verkefna má nefna dansverkið Fresh Meat, sem hún setti upp ásamt Sigríði Soffíu Níelsdóttur dansara í London og á Íslandi 2009, og hljóðinnsetninguna Soundscape í MMX-galleríinu í Berlín 2010. Einnig sýndi hún vídeóverk í Chelsea Art Museum í New York og tók þátt í Listahátíð Reykjavíkur 2009. Björk hélt einnig eftirminnilega einkasýningu í Hafnarborg þar sem veigamikill hluti innsetningarinnar voru rólur þar sem gestir voru minntir á þyngdarafl jarðar með því að róla sér.

*Takmarkaður fjöldi – skráning fer fram í netfang gerdarsafn@kopavogur.is. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Molann – ungmennahús í Kópavogi.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn