Tilraunakennd vinnustofa fyrir ungt fólk í Gerðarsafni á Safnanótt.

Björk Viggósdóttir, myndlistarmaður, og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, sviðslistamaður, leiða tilraunakennda vinnustofu fyrir ungt fólk (16 ára og eldri) í Gerðarsafni á Safnanótt sem fer fram næstkomandi föstudag 6. febrúar frá klukkan 19-24. Unnið verður með fjölbreytta miðla eins og ljós, speglanir, vídeovörpun og tónlist í samstarfi meðal listamannanna og þátttakenda. Smiðjan hefst tímanlega kl. 19 meðal þátttakenda sem síðar munu opna dyrnar og flytja afrakstur vinnunnar með lifandi viðburði fyrir áhorfendur kl. 22.

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir (f. 1988) lauk B.A námi í fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og stundaði sambærilegt nám í University of Dartington árið 2010. Hún hefur samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga bæði á Íslandi og erlendis. Hún gerði lokaverk Listahátíðar í Reykjavík, sem var dans tveggja listflugvéla, flutt í háloftum fyrir áhorfendur á jörðu niðri og 200 manna þátttökugjörninginn Skínöldu sem haldinn var á Klambratúni 2014, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi Sameinðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, unninn í samstarfi við alþjóðasamtökin UN Women.

Björk Viggósdóttir (f. 1982) hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún hefur komið að fjölbreyttum verkefnum síðan hún útskrifaðist árið 2006 frá Listaháskóla Íslands. Meðal verkefna má nefna dansverkið Fresh Meat, sem hún setti upp ásamt Sigríði Soffíu Níelsdóttur dansara í London og á Íslandi 2009, og hljóðinnsetninguna Soundscape í MMX-galleríinu í Berlín 2010. Einnig sýndi hún vídeóverk í Chelsea Art Museum í New York og tók þátt í Listahátíð Reykjavíkur 2009. Björk hélt einnig eftirminnilega einkasýningu í Hafnarborg þar sem veigamikill hluti innsetningarinnar voru rólur þar sem gestir voru minntir á þyngdarafl jarðar með því að róla sér.

*Takmarkaður fjöldi – skráning fer fram í netfang gerdarsafn@kopavogur.is. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Molann – ungmennahús í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ómar Stefánsson
Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi
Stefán Hilmarsson
strengir
Hopp
Theodora
Margrét Bjarnadóttir
14352021_1468778826472049_2786611848971614432_o-690×315-1
Kristinn Rúnar Kristinsson.