Glæsileg tísku- og hönnunarsýning í Molanum

Ólöf Rún Benediktsdóttir ásamt gesti.
Á Safnanótt í Mólanum var glæsileg tískusýning frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies.
Á Safnanótt í Mólanum var glæsileg tískusýning frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies.

 

Molinn ungmennahús stóð fyrir tveimur viðburðum á Safnanótt í ár. Kvöldið var opnað með glæsilegri tískusýningu frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies. Innblástur fatalínunnar kemur frá klassískum klæðnaði kvenna fyrr á tíðum, fáguðum, kvenlegum og rómantískum dömum, en þó í nútíma útgáfu. Tískusýningin var krydduð upp með áhugaverðum dansi sem tengdi saman listformin dans og fatahönnun. Útkoman varð hreint út sagt ótrúlegt sjónarspil. Kraftmikil og lifandi tískusýning sem vakti mikla athygli.

Ólöf Rún Benediktsdóttir ásamt gesti.
Ólöf Rún Benediktsdóttir ásamt gesti.
Hluti af fatalínunni Collection Ladies
Hluti af fatalínunni Collection Ladies

 

Á Safnanótt í Mólanum var glæsileg tískusýning frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies.
Á Safnanótt í Mólanum var glæsileg tískusýning frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies.

Að lokinni tískusýningunni opnuðu ungir listamenn og hönnuðir viðburðinn HÖNNLISTÍZK. Þar gafst gestum og gangandi tækifæri á að skoða og versla ýmsa hönnun og listmuni hjá ungmennunum. Alls voru 10 hönnuðir og listamenn sem sýndu afurðir sínar. Þar mátti meðal annars sjá fjölbreytta og glæsilega flóru af fatahönnun, grafíkverkum, skartgripum og ljósmyndum frá aðilum á borð við Made by Ally, Frost and Feather, 104 Slaufur, Maríur, Skrítin, Berg Design og fleirum.

Strákarnir í 104 Slaufum voru á staðnum
Strákarnir í 104 Slaufum voru á staðnum

Elvar Smári Júlíusson við grafíkverk sín.
Elvar Smári Júlíusson við grafíkverk sín.

Það var margt um manninn í Molanum.
Það var margt um manninn í Molanum.

 

 

Vinsælast í vikunni

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Screen Shot 2015-03-15 at 10.45.29
lk_newlogolarge
Digranes
Gullmolinn – Vinningshafar og dómnefnd
plaggat_isl_ánlogo
IMG_2428
cycle
2013-09-05-1749
soffiakarlsdottir_2-002