Glæsileg tísku- og hönnunarsýning í Molanum

Á Safnanótt í Mólanum var glæsileg tískusýning frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies.
Á Safnanótt í Mólanum var glæsileg tískusýning frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies.

 

Molinn ungmennahús stóð fyrir tveimur viðburðum á Safnanótt í ár. Kvöldið var opnað með glæsilegri tískusýningu frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies. Innblástur fatalínunnar kemur frá klassískum klæðnaði kvenna fyrr á tíðum, fáguðum, kvenlegum og rómantískum dömum, en þó í nútíma útgáfu. Tískusýningin var krydduð upp með áhugaverðum dansi sem tengdi saman listformin dans og fatahönnun. Útkoman varð hreint út sagt ótrúlegt sjónarspil. Kraftmikil og lifandi tískusýning sem vakti mikla athygli.

Ólöf Rún Benediktsdóttir ásamt gesti.
Ólöf Rún Benediktsdóttir ásamt gesti.
Hluti af fatalínunni Collection Ladies
Hluti af fatalínunni Collection Ladies

 

Á Safnanótt í Mólanum var glæsileg tískusýning frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies.
Á Safnanótt í Mólanum var glæsileg tískusýning frá Særósu Mist þar sem hún frumsýndi sína þriðju fatalínu Collection Ladies.

Að lokinni tískusýningunni opnuðu ungir listamenn og hönnuðir viðburðinn HÖNNLISTÍZK. Þar gafst gestum og gangandi tækifæri á að skoða og versla ýmsa hönnun og listmuni hjá ungmennunum. Alls voru 10 hönnuðir og listamenn sem sýndu afurðir sínar. Þar mátti meðal annars sjá fjölbreytta og glæsilega flóru af fatahönnun, grafíkverkum, skartgripum og ljósmyndum frá aðilum á borð við Made by Ally, Frost and Feather, 104 Slaufur, Maríur, Skrítin, Berg Design og fleirum.

Strákarnir í 104 Slaufum voru á staðnum
Strákarnir í 104 Slaufum voru á staðnum

Elvar Smári Júlíusson við grafíkverk sín.
Elvar Smári Júlíusson við grafíkverk sín.

Það var margt um manninn í Molanum.
Það var margt um manninn í Molanum.

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Vinsælast í vikunni

Umræðan

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér