Tíu gömul og góð húsráð:

Tímaritið Hús og Híbýli gaf út árið 1985 stórskemmtilegan bækling með góðum húsráðum, undir heitinu: „Ráð undir rifi hverju.“ Við leyfum okkur að endurbirta nokkur vel valin húsráð hér til gamans og látum lesendum eftir um að dæma hvaða ráð hafa staðist tímans tönn:

Mynd: Hús og Hýbíli, 1985.
Mynd: Hús og Hýbíli, 1985.

1. Að geyma rakan þvott
Þegar þvottur er mátulega rakur til þess að strauja hann, en tími vinnst ekki til, má geyma hann í plastpoka í ísskápnum og þvotturinn helst jafn rakur. Forðast skal þó að geyma þvott sem litur gæti runnið til í.

2. Kláði af ullarfötum
Marga klæjar undan ullarflíkum. Til þess að losna við það vandamál eru settar tvær teskeiðar af glyceríni út í skolvatnið.

3. Gömul nærföt
Þegar nælonnærföt eru orðin leiðinlega grá á litinn eftir mikinn þvott er hægt að lita þau brún með því að sjóða þau upp úr tei. Því dekkri sem þau eiga að verða því sterkari á teið að vera.

4. Að slétta gardínur
Ef gardínur eru ekki alveg sléttar eftir þvott má nota úðunarbrúsa og úða á þær vatni þegar þær hafa verið hengdar upp, og jafnvel hengja klemmur í faldinn.

5. Að fara í skó
Til þess að börn, sem vilja klæða sig sjálf, fari ekki í krummafót eru skór eða stígvél merkt með merkipenna innanfótar þannig að merkin snúi saman.

6. Þroskun tómata
Til að flýta fyrir þroskun tómata eru þeir settir í plastpoka með epli í. Pokanum er lokað og er hann geymdur á dimmum stað.

7. Stíflaður kúlupenni
Ef kúlupenni er stíflaður er reynandi að setja fyllinguna ofan í sjóðandi vatn stutta stund.

8. Þrútnir gluggar og skúffur
Þrútnir gluggar og skúffur sem erfit er að opna og loka má liðka með því að bera á litlausan skóáburð, kertavax eða bón á kantana.

9. Að hreinsa skartgripi
Skartgripi úr gulli má hreinsa með sundurskornum lauk og þurrka síðan með hreinum klúti.

10. Frysting í mjólkurfernum
Hentugt er að nota hreinar mjólkurfernur til að geyma i ýmis matvæli sem á að frysta, til dæmis slátur.

Kanntu fleiri húsráð? Sendu okkur póst á kfrettir@kfrettir.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar