Tökin hert

Ólafur Þór Gunnarsson (VGF): „Hvorki ég eða fjölskylda mín á eða hefur átt neinar eignir í skattaskjólum eða aflandsfélögum.“
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.

Í upphafi þessa kjörtímabils náðist samkomulag um nefndaskipun hjá Kópavogsbæ þannig að hinn nýji meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks gaf eftir eitt sæti í hverri 7 manna nefnd þ.a. allir flokkarnir í bæjarstjórn ættu þar kjörinn fulltrúa.  Þetta eru af flestum taldar lykilnefndir bæjarins, Skipulagsnefnd, Skólanefnd og Félagsmálaráð.  Eftir sem áður hafði meirihlutinn tryggann meirihluta í öllum nefndunum.

Þetta var mjög í anda þeirrar stefnu sem Björt Framtíð hafði boðað, samvinna og samstarf í stað átaka.  Það hefur líka fram að þessu gengið eftir að samvinna hefur verið góð og flest mál til lykta leidd í góðri samstöðu  bæjarfulltrúa. Nýjasta dæmið þar um er ágæt lending í húsnæðismálum bæjarskrifstofanna sem mönnum er kunnug.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar kvað hins vegar við annan tón frá meirihlutanum. Nú skyldu hert tökin á nefndunum og  kosið aftur í nefndir en meirihlutinn taka sér 5 fulltrúa í hverri.  Minnihlutinn hefur þá 2 fulltrúa og einn áheyrnarfulltrúa.  Samhliða breytingunum ákvað svo BF að fækka þeim almennu flokksmönnum sem sætu í nefndum, því bæjarfulltrúar þeirra tóku sér sæti í sömu nefndum, sæti sem áður voru setin af almennum flokksmönnum.  Því gerist tvennt í einu, flokkspólitísku tökin eru hert og í tilfelli BF eru forystumönnum flokksins falin meiri völd og áhrif á kostnað grasrótarinnar.

Minnihlutinn mun eftir sem áður veita meirihlutanum aðhald, styðja góð mál en reyna að sveigja önnur til betri vegar. VGF mun áfram tala fyrir samvinnu og lausnamiðari stjórn á bænum, þar sem hagsmunir bæjarbúa og þjónusta við þá verður í  forgrunni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á