Tóku að sér „ungabarn“ með gervihermi

Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla æfðu sig í foreldrahlutverkinu.
Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla æfðu sig í foreldrahlutverkinu. Myndirnar eru fengnar af vef skólans.

Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla ákváðu að taka að sér „ungabarn“ með gervihermi nýverið. Segir í frétt á vef skólans að verðandi feður og mæður hafi verið spennt fyrir verkefninu. Skólastjórnendur gáfu leyfi fyrir að hafa kveikt á „ungabarninu“ á skólatíma og gekk það vel. Að vísu þóttu mörgum nemendum erfitt að einbeita sér við námið. Eitt „ungabarnið“ fékk í magann í enskuprófi og á endanum varð nemandinn að yfirgefa stofuna með „ungabarnið sitt“ grátandi. En þetta er víst gangur lífsins þegar ungir foreldrar þurfa að axla þessa miklu ábyrgð.

IMG_2437 IMG_2433 IMG_2430 IMG_2428 IMG_2427 IMG_2423

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,