Tóku að sér „ungabarn“ með gervihermi

Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla æfðu sig í foreldrahlutverkinu.
Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla æfðu sig í foreldrahlutverkinu. Myndirnar eru fengnar af vef skólans.

Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla ákváðu að taka að sér „ungabarn“ með gervihermi nýverið. Segir í frétt á vef skólans að verðandi feður og mæður hafi verið spennt fyrir verkefninu. Skólastjórnendur gáfu leyfi fyrir að hafa kveikt á „ungabarninu“ á skólatíma og gekk það vel. Að vísu þóttu mörgum nemendum erfitt að einbeita sér við námið. Eitt „ungabarnið“ fékk í magann í enskuprófi og á endanum varð nemandinn að yfirgefa stofuna með „ungabarnið sitt“ grátandi. En þetta er víst gangur lífsins þegar ungir foreldrar þurfa að axla þessa miklu ábyrgð.

IMG_2437 IMG_2433 IMG_2430 IMG_2428 IMG_2427 IMG_2423

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar