Tóku að sér „ungabarn“ með gervihermi

Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla æfðu sig í foreldrahlutverkinu.
Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla æfðu sig í foreldrahlutverkinu. Myndirnar eru fengnar af vef skólans.

Nemendur í félagsfærni í Snælandsskóla ákváðu að taka að sér „ungabarn“ með gervihermi nýverið. Segir í frétt á vef skólans að verðandi feður og mæður hafi verið spennt fyrir verkefninu. Skólastjórnendur gáfu leyfi fyrir að hafa kveikt á „ungabarninu“ á skólatíma og gekk það vel. Að vísu þóttu mörgum nemendum erfitt að einbeita sér við námið. Eitt „ungabarnið“ fékk í magann í enskuprófi og á endanum varð nemandinn að yfirgefa stofuna með „ungabarnið sitt“ grátandi. En þetta er víst gangur lífsins þegar ungir foreldrar þurfa að axla þessa miklu ábyrgð.

IMG_2437 IMG_2433 IMG_2430 IMG_2428 IMG_2427 IMG_2423

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð