Tölvuleikur sem varð til í Molanum er dreift út um allan heim

Nýjasta stjarnan í tölvuleikjabransanum á Íslandi er ungt sprotafyrirtæki sem varð nýlega til í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs, í gegnum verkefnið Skapandi sumarstörf. Fyrirtækið heitir Lumenox Games og var stofnað af fjórum félögum; þeim Ingþóri Hjálmarssyni, Tyrfingi Sigurðssyni, Burkna J. Óskarssyni og Ágústi Frey Kristinssyni. Nú er svo komið að stærstu fyrirtæki heims í tölvuleikjaiðnaðinum slást um að fá að dreifa tölvuleik þeirra sem þeir félagar byrjuðu að þróa í Molanum.

977977_10151758704356842_1647700890_o
Fyrirtækið heitir Lumenox Games og var stofnað af fjórum félögum; þeim Ingþóri Hjálmarssyni, Tyrfingi Sigurðssyni, Burkna J. Óskarssyni og Ágústi Frey Kristinssyni

„Við vorum í Molanum í þrjú sumur þar sem Tyrfingur fékk fyrst hugmyndina að þessum tölvuleik sem fékk síðar nafnið Aaru´s Awakening,“ segir Ingþór. „Við höfðum ekki hugmynd um hvernig ætti að búa til tölvuleik en hugmyndin að leiknum var strax svo góð að við fórum á fullt að læra allt sem við gátum lært um hvernig ætti að gera þetta. Fyrsta tilraunaútgáfan af leiknum lofaði mjög góðu og okkur fanst hún mjög skemmtileg. Síðan höfum við verið að útvíkka þetta og þróa og fengið fleiri hönnuði og listamenn í lið með okkur.“

Stórir útgáfusamningar
Rúmu ári eftir að hugmyndin varð til í Molanum á Kópavogshálsinum varð fyrirtækið að veruleika og strákarnir hafa skapað verkefni fyrir tólf til fjórtán manns sem starfað hafa við tölvuleikinn við for-ritun, hönnun, hljóðvinnslu, tónlist, sölu- og markaðssetningu. „Nú er svo komið að við erum búnir að landa stórum útgáfusamningum á leiknum og erum að fá mikla athygli í leikjablöðum og tímaritum,“ segir Ingþór. „Við erum búnir að semja um útgáfurétt á leiknum við stærsta „desktop“ eða skjáborðs-útgáfu fyrirtæki í heimi sem heitir Steam sem mun tryggja gríðarlega dreifingu leiksins. Steam er bæði sölu- og þjónustuaðili við notendur hvort sem um er að ræða PC, Mac eða Linux. Þeir taka ekki hvaða leik sem er inn í sitt dreifingarnet þannig að við erum í skýjunum með þennan samning,“ segir Ingþór. „Annar samningur sem er í burðarliðnum er við Sony um að leikurinn komi inn á skjáborð notenda á Playstation 3 og 4 og við erum bjartsýnir á að það gerist á næstu dögum. Við erum þegar komnir inn með leikinn á X-box one og svo hafa tvær af stærstu leikjaverslum Bandaríkjanna samþykkt að dreifa leiknum,“ segir Tyrfingur. Strákarnir vilja sem minnst segja um hvort þeir séu farnir að græða á tá og fingri en útlitið hlýtur þó að vera gott. „Við viljum að Aaru’s Awakening skili okkur sem stöndugu fyrirtæki svo við getum verið lítill, fjárhagslega sjálfstæður, hópur sem býr til nýstárlega og öðruvísi leiki,“ segja strákarnir í Lumenox Games. Fleiri leikir frá þeim eru í farvatninu sem eiga að líta dagsins ljós á næstu mánuðum. Skjáskot af leiknum Aaru´s Awakening má sjá hér að neðan:

dawn2 n2 dusk2 day1

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að