Tómstunda- og íþróttastyrkir í Kópavogi hækka.

Efnileg knattspyrnukona á Kópavogsvelli. www.simamot.is
Efnileg knattspyrnukona á Kópavogsvelli. www.simamot.is

Styrkur til niðurgreiðslu á gjöldum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga hækkar nú í haust hjá Kópavogsbæ. Einnig nær hann nú til átján ára ungmenna en áður var aldurshámarkið sautján ár. Styrkur fyrir eina íþrótta- eða tómstundagrein hækkar úr 12 þúsund krónum í 13.500 krónur en hægt er að fá styrki vegna tveggja greina. Samtals getur því styrkurinn numið 27.000 krónum fyrir árið. Styrkurinn nær til barna og ungmenna á aldrinum fimm til átján ára.

Bæjarstjórn ákvað fyrr á árinu að hækka styrkina fyrir veturinn 2013 til 2014 og er gert ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun ársins. Einungis börn og ungmenni með lögheimili í bænum hafa rétt á styrknum.

Flest íþrótta- og tómstundafélag í Kópavogi sjá um að innheimta styrkina og greiða foreldrar eða forráðamenn þá einungis þá upphæð sem út af stendur. Ef tómstundir eru iðkaðar hjá félögum utan Kópavogs þurfa foreldrar eða forráðamenn að innheimta styrkinn með því að afhenda bænum greiðslukvittun. Það er gert í gegnum þjónustuverið, Fannborg 2.

Hægt er að fá niðurgreiðslu vegna iðkunar hjá öllum íþrótta- og ungmennafélögum í Kópavogi auk félaga utan Kópavogs sem eru með skipulagt íþróttastarf. Einnig nær niðugreiðslan til allra skátafélaga og annarra félaga sem hlotið hafa samþykki menntasviðs bæjarins, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem