Toneron að gera það gott í Austurríki og Sviss

Nýjasta heita bandið í Kópavogi í dag er hljómsveitin Toneron sem er þessa dagana að leggja Þýskaland og Sviss að fótum sér. Hljómsveitin er skipuð af Kópavogsdrengjunum þeim Gísla Brynjarssyni og Sindra Ágústssyni. Strákarnir hafa tekið virkan þátt í starfsemi Molans undanfarin ár í tengslum við tónlist og önnur verkefni. Þeir tóku þátt í músíktilraunum í fyrra og komust í úrslit. Lagið þeirra, Focus, var nýlega í spilun á þýsku tónlistarstöðinni MTV og þá er lag þeirra sem heitir Life í spilun á útvarpsstöðvum í Þýskalandi og Sviss þessa dagana. Strákarnir segja tónlistina flokkast undir stefnu sem kennd er við Alternative/electronica. „Það er þó frekar sveigjanlegur flokkur þar sem lögin okkar geta verið afar ólík,“ segir Gísli Brynjarsson.

Hvernig var aðdragandinn að velgengninni í Þýskalandi og í Sviss?

„Við fórum með Hinu Húsinu til Þýskalands um sumarið í fyrra í kjölfar Músíktilrauna og kynnt-umst þar núverandi umboðsmönnum okkar,“ segir Gísli. „Nú höfum við skrifað undir samning við þýskann dreifingaraðila sem meðal annars gefur út EP-inn okkar á itunes, spotify og nokkrum öðrum tónlistarsölusíðum.

Hvernig varð hljómsveitin ykkar til?

„Toneron varð til í febrúar í fyrra fyrir músíktilraunir en þá var Hjalti Þór Kristjánsson, trommari,  með mér í bandinu,“ segir Gísli. „Hann hætti eftir sumarið og fór í heimsreisu en þá bættist Sindri Ágústsson við. Í janúar fórum við til Þýskalands í tónleikaferð og hittum þá dreifingaraðilann sem við sömdum við,” segir Gísli sem segir næg verkefni framundan. „Framundan er útgáfa á smáskífu og svo er stefnan sett að fara aftur út í tónleikaferð til Þýskalands í júlí.“

Toneron_cover

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér