Toneron að gera það gott í Austurríki og Sviss

Nýjasta heita bandið í Kópavogi í dag er hljómsveitin Toneron sem er þessa dagana að leggja Þýskaland og Sviss að fótum sér. Hljómsveitin er skipuð af Kópavogsdrengjunum þeim Gísla Brynjarssyni og Sindra Ágústssyni. Strákarnir hafa tekið virkan þátt í starfsemi Molans undanfarin ár í tengslum við tónlist og önnur verkefni. Þeir tóku þátt í músíktilraunum í fyrra og komust í úrslit. Lagið þeirra, Focus, var nýlega í spilun á þýsku tónlistarstöðinni MTV og þá er lag þeirra sem heitir Life í spilun á útvarpsstöðvum í Þýskalandi og Sviss þessa dagana. Strákarnir segja tónlistina flokkast undir stefnu sem kennd er við Alternative/electronica. „Það er þó frekar sveigjanlegur flokkur þar sem lögin okkar geta verið afar ólík,“ segir Gísli Brynjarsson.

Hvernig var aðdragandinn að velgengninni í Þýskalandi og í Sviss?

„Við fórum með Hinu Húsinu til Þýskalands um sumarið í fyrra í kjölfar Músíktilrauna og kynnt-umst þar núverandi umboðsmönnum okkar,“ segir Gísli. „Nú höfum við skrifað undir samning við þýskann dreifingaraðila sem meðal annars gefur út EP-inn okkar á itunes, spotify og nokkrum öðrum tónlistarsölusíðum.

Hvernig varð hljómsveitin ykkar til?

„Toneron varð til í febrúar í fyrra fyrir músíktilraunir en þá var Hjalti Þór Kristjánsson, trommari,  með mér í bandinu,“ segir Gísli. „Hann hætti eftir sumarið og fór í heimsreisu en þá bættist Sindri Ágústsson við. Í janúar fórum við til Þýskalands í tónleikaferð og hittum þá dreifingaraðilann sem við sömdum við,” segir Gísli sem segir næg verkefni framundan. „Framundan er útgáfa á smáskífu og svo er stefnan sett að fara aftur út í tónleikaferð til Þýskalands í júlí.“

Toneron_cover

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Screen-Shot-2019-10-13-at-00.18.28
Una María Óskarsdóttir er uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í kosningum til Alþingis, 28. október
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Web
Söluturninn á Kársnesi
Kópavogur
Sigurbjorg-1
Guðrún Snorradóttir, formaður íbúasamtaka Engihjalla.
Hringjsjá