Ný rytmísk námsbraut á afmælisári Tónlistarskóla Kópavogs

1474610_1431034787125618_409417451_nTónlistarskóli Kópavogs fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir og er í dag einn af stærstu tónlistarskólum landsins. Á þessum tímamótum er verið að stofna nýja námsbraut við skólann í rytmískri tónlist, en rytmísk tónlist er samheiti yfir jazz, rokk og aðrar stíltegundir af afrísk-amerískum uppruna.

Einvala lið hljóðfæraleikara mun skipa kennaradeild hinnar nýju námsbrautar; píanóleikararnir Ástvaldur Traustason og Sunna Gunnlaugsdóttir, gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson, bassaleikarinn Valdimar K. Sigurjónsson og trommuleikarinn Scott McLemore.

Tónlistarskóli Kópavogs er alhliða tónlistarskóli sem byggir á klassískum grunni og býður upp á nám á öllum námstigum í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla. Með stofnun rytmískrar brautar eykur skólinn enn breidd í námsframboði og kemur betur til móts við ólík áhugasvið innan tónlistarinnar. Forsendur eru allar til staðar til þess að klassísk og rytmísk námsbraut muni styðja vel hvor við aðra. Þá hefur skólinn hefur skapað sér sérstöðu með námsbraut í raftónlist, sem hefur reynst góður undirbúningur fyrir frekara nám á því sviði í Listaháskóla Íslands og öðrum háskóladeildum í tónlist. Starfið sem þar er unnið mun tvímælalaust styrkja væntanlega námsbraut í rytmískri tónlist.

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um nám við rytmísku brautina og er umsóknarfrestur til 19. maí.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að