Ný rytmísk námsbraut á afmælisári Tónlistarskóla Kópavogs

1474610_1431034787125618_409417451_nTónlistarskóli Kópavogs fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir og er í dag einn af stærstu tónlistarskólum landsins. Á þessum tímamótum er verið að stofna nýja námsbraut við skólann í rytmískri tónlist, en rytmísk tónlist er samheiti yfir jazz, rokk og aðrar stíltegundir af afrísk-amerískum uppruna.

Einvala lið hljóðfæraleikara mun skipa kennaradeild hinnar nýju námsbrautar; píanóleikararnir Ástvaldur Traustason og Sunna Gunnlaugsdóttir, gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson, bassaleikarinn Valdimar K. Sigurjónsson og trommuleikarinn Scott McLemore.

Tónlistarskóli Kópavogs er alhliða tónlistarskóli sem byggir á klassískum grunni og býður upp á nám á öllum námstigum í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla. Með stofnun rytmískrar brautar eykur skólinn enn breidd í námsframboði og kemur betur til móts við ólík áhugasvið innan tónlistarinnar. Forsendur eru allar til staðar til þess að klassísk og rytmísk námsbraut muni styðja vel hvor við aðra. Þá hefur skólinn hefur skapað sér sérstöðu með námsbraut í raftónlist, sem hefur reynst góður undirbúningur fyrir frekara nám á því sviði í Listaháskóla Íslands og öðrum háskóladeildum í tónlist. Starfið sem þar er unnið mun tvímælalaust styrkja væntanlega námsbraut í rytmískri tónlist.

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um nám við rytmísku brautina og er umsóknarfrestur til 19. maí.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar