Ný rytmísk námsbraut á afmælisári Tónlistarskóla Kópavogs

1474610_1431034787125618_409417451_nTónlistarskóli Kópavogs fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir og er í dag einn af stærstu tónlistarskólum landsins. Á þessum tímamótum er verið að stofna nýja námsbraut við skólann í rytmískri tónlist, en rytmísk tónlist er samheiti yfir jazz, rokk og aðrar stíltegundir af afrísk-amerískum uppruna.

Einvala lið hljóðfæraleikara mun skipa kennaradeild hinnar nýju námsbrautar; píanóleikararnir Ástvaldur Traustason og Sunna Gunnlaugsdóttir, gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson, bassaleikarinn Valdimar K. Sigurjónsson og trommuleikarinn Scott McLemore.

Tónlistarskóli Kópavogs er alhliða tónlistarskóli sem byggir á klassískum grunni og býður upp á nám á öllum námstigum í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla. Með stofnun rytmískrar brautar eykur skólinn enn breidd í námsframboði og kemur betur til móts við ólík áhugasvið innan tónlistarinnar. Forsendur eru allar til staðar til þess að klassísk og rytmísk námsbraut muni styðja vel hvor við aðra. Þá hefur skólinn hefur skapað sér sérstöðu með námsbraut í raftónlist, sem hefur reynst góður undirbúningur fyrir frekara nám á því sviði í Listaháskóla Íslands og öðrum háskóladeildum í tónlist. Starfið sem þar er unnið mun tvímælalaust styrkja væntanlega námsbraut í rytmískri tónlist.

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um nám við rytmísku brautina og er umsóknarfrestur til 19. maí.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér