Ný rytmísk námsbraut á afmælisári Tónlistarskóla Kópavogs

1474610_1431034787125618_409417451_nTónlistarskóli Kópavogs fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir og er í dag einn af stærstu tónlistarskólum landsins. Á þessum tímamótum er verið að stofna nýja námsbraut við skólann í rytmískri tónlist, en rytmísk tónlist er samheiti yfir jazz, rokk og aðrar stíltegundir af afrísk-amerískum uppruna.

Einvala lið hljóðfæraleikara mun skipa kennaradeild hinnar nýju námsbrautar; píanóleikararnir Ástvaldur Traustason og Sunna Gunnlaugsdóttir, gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson, bassaleikarinn Valdimar K. Sigurjónsson og trommuleikarinn Scott McLemore.

Tónlistarskóli Kópavogs er alhliða tónlistarskóli sem byggir á klassískum grunni og býður upp á nám á öllum námstigum í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla. Með stofnun rytmískrar brautar eykur skólinn enn breidd í námsframboði og kemur betur til móts við ólík áhugasvið innan tónlistarinnar. Forsendur eru allar til staðar til þess að klassísk og rytmísk námsbraut muni styðja vel hvor við aðra. Þá hefur skólinn hefur skapað sér sérstöðu með námsbraut í raftónlist, sem hefur reynst góður undirbúningur fyrir frekara nám á því sviði í Listaháskóla Íslands og öðrum háskóladeildum í tónlist. Starfið sem þar er unnið mun tvímælalaust styrkja væntanlega námsbraut í rytmískri tónlist.

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um nám við rytmísku brautina og er umsóknarfrestur til 19. maí.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Helgi Pétursson
10530771_10204318835676785_6604620397319863176_n
4.1.1
bjorn
Ármann
AsdisKristjans
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Guðrún Snorradóttir, formaður íbúasamtaka Engihjalla.
Lísa Z. Valdimarsdóttir, sem nýtekin er við sem forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.